Körfubolti

Stjarnan aftur á sigurbraut

Mia Loyd átti fínan leik fyrir Val en gat ekki komið í veg fyrir tap.
Mia Loyd átti fínan leik fyrir Val en gat ekki komið í veg fyrir tap. vísir/stefán
Stjörnukonur komust aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð með átta stiga sigri á Val í Valshöllinni en góður annar leikhluti Garðbæinga lagði grunninn að sigrinum.

Valskonur byrjuðu vel á heimavelli og leiddu með tíu stigum að fyrsta leikhluta loknum 22-12 en gestirnir úr Garðabænum voru mun ákafari í seinni hálfleik og settu í lás í vörninni.

Náðu þær sjö stiga forskoti fyrir lok fyrri hálfleiks 33-40 en jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og skiptust þau á stigum allt til loka leiksins.

Að lokum voru það Stjörnukonur sem voru með sterkari taugar á lokasprettinum og sigldu sigrinum heim en með sigrinum skutust þær upp fyrir Val í töflunni.

Ragna Margrét Brynjarsdóttir var með flotta tvennu í liði Stjörnunnar, 15 stig og 17 fráköst en Daniella Victoria Rodriguez var stigahæst með 23 stig ásamt því að taka tíu fráköst.

Í liði Vals var Mia Loyd stigahæst með 23 stig en Dagbjört Dögg Karlsdóttir bætti við sextán stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×