Enski boltinn

Stig dregin af liðum sem skulda of mikið

Roman abramovich, eigandi Chelsea, þarf að grynnka á skuldum félagsins ef hann ætlar ekki að missa stig í framtíðinni.
Roman abramovich, eigandi Chelsea, þarf að grynnka á skuldum félagsins ef hann ætlar ekki að missa stig í framtíðinni.
Þróunin í enska boltanum undanfarin ár hefur ofboðið mörgum. Félög eru að borga leikmönnum glórulaus laun og safna svo skuldum eins og enginn sé morgundagurinn. Nú er von á breytingum.

Stjórnarmenn félaganna hafa sett nýjar reglur sem munu takmarka launagreiðslur til leikmanna og félög mega heldur ekki safna skuldum eins og áður. Við slíku verða refsingar.

Ef félag er með launalið upp á 52 milljónir punda má það aðeins bæta við sig 4 milljónum á ári næstu þrjú árin.

Félögin mega heldur ekki skulda yfir 105 milljónir punda á þriggja ára tímabili. Ef félag brýtur þær reglur verða stig dregin af viðkomandi félagi.

Man. City, Chelsea og Liverpool eru einu félögin í úrvalsdeildinni sem hafa skuldað yfir 105 milljónir punda síðustu þrjú ár. Það kemur þó ekki að sök í dag.

13 félög af 20 samþykktu þessar reglubreytingar, 6 voru á móti og Reading sat hjá. Þurfi tvo þriðju atkvæða og voru þessar breytingar því naumlega samþykktar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×