FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR NÝJAST 10:35

Um 60 prósent hćlisumsókna frá Makedónum og Albönum

FRÉTTIR

Steve Nash kaupir fótboltaliđ á Spáni

 
Fótbolti
22:17 05. JANÚAR 2016
NBA-gođsögnin Steve Nash.
NBA-gođsögnin Steve Nash. VÍSIR/GETTY

NBA-goðsögnin Steve Nash ásamt eiganda Phoenix Suns hafa keypt saman ráðandi hlut í spænska fótboltafélaginu Real Mallorca.

Real Mallorca tilkynnti það í dag að Nash og Robert Sarver, eigandi Suns, hafi keypt hluti í félaginu fyrir meira en 20 milljónir evra eða meira en 2,8 milljarða íslenskra króna. Andy Kohlberg, varastjórnarformaður Phoenix Suns er líka með í fjárfestingahópnum.

Steve Nash er líka einn af eigendum kanadíska fótboltafélagsins Vancouver Whitecaps FC en hann er mikill fótboltaáhugamaður.

Real Mallorca spilaði í spænsku úrvalsdeildinni í sextán tímabil í röð þar til að félagið féll vorið 2013. Félagið endaði í sextánda sæti spænsku b-deildarinnar á síðasta tímabili en er eins og er í 18. Sæti og í mikilli fallbaráttu.

Steve Nash spilaði í NBA-deildinni frá 1996 til 2014 þar af með Phoenix Suns frá 1996-98 og frá 2004 til 2012. Nash var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2005 og 2006.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Steve Nash kaupir fótboltaliđ á Spáni
Fara efst