Steve Nash kaupir fˇtboltali­ ß Spßni

 
Fˇtbolti
22:17 05. JAN┌AR 2016
NBA-go­s÷gnin Steve Nash.
NBA-go­s÷gnin Steve Nash. V═SIR/GETTY

NBA-goðsögnin Steve Nash ásamt eiganda Phoenix Suns hafa keypt saman ráðandi hlut í spænska fótboltafélaginu Real Mallorca.

Real Mallorca tilkynnti það í dag að Nash og Robert Sarver, eigandi Suns, hafi keypt hluti í félaginu fyrir meira en 20 milljónir evra eða meira en 2,8 milljarða íslenskra króna. Andy Kohlberg, varastjórnarformaður Phoenix Suns er líka með í fjárfestingahópnum.

Steve Nash er líka einn af eigendum kanadíska fótboltafélagsins Vancouver Whitecaps FC en hann er mikill fótboltaáhugamaður.

Real Mallorca spilaði í spænsku úrvalsdeildinni í sextán tímabil í röð þar til að félagið féll vorið 2013. Félagið endaði í sextánda sæti spænsku b-deildarinnar á síðasta tímabili en er eins og er í 18. Sæti og í mikilli fallbaráttu.

Steve Nash spilaði í NBA-deildinni frá 1996 til 2014 þar af með Phoenix Suns frá 1996-98 og frá 2004 til 2012. Nash var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2005 og 2006.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Fˇtbolti / Steve Nash kaupir fˇtboltali­ ß Spßni
Fara efst