Sterkur sjávarútvegur styrkir samningsstöðu 19. nóvember 2011 06:00 Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, og Kolbeinn Árnason, formaður samningahóps um sjávarútveg, fóru yfir stöðuna í ESB-viðræðunum á fundi Viðskiptaráðs. Fréttablaðið/GVA Styrkur íslensks sjávarútvegs og mikilvægi greinarinnar fyrir efnahag landsins er einn af helstu styrkleikum Íslands í yfirstandandi aðildarviðræðum við ESB. Þetta kom fram í máli Kolbeins Árnasonar, formanns samningahóps Íslands um sjávarútvegsmál, á morgunfundi Viðskiptaráðs Íslands í gær. „Við hljótum að leggja áherslu á þennan styrk í okkar nálgun að viðræðunum að það sé fengur í að hafa okkur innan borðs,“ segir Kolbeinn og vísar til þess að sjávarútvegur hér á landi sé sjálfbær og skili arði. Ef til inngöngu kæmi yrði Ísland stærsta fiskveiðiríkið í ESB með um þriðjung af heildarafla sambandsins. „Við höfum staðið okkur vel og greinin skilar okkur arði. Það, ásamt öðrum stórum greinum eins og álframleiðslu og ferðamannaiðnaði, yrði til þess að ef við gengjum í sambandið myndum við í grunninn leggja meira af mörkum til sambandsins en það sem við fengjum beint þaðan.“ Kolbeinn segir það munu veita Íslandi sterka stöðu varðandi stjórn yfir eigin málum. „Enda hlýtur það að vera öllum til góða, jafnt Íslendingum og þeim löndum sem fyrir eru í ESB, að greinarnar fái að blómstra áfram sem hingað til.“ Hann bætir því við að mikilvægi sjávarútvegsins fyrir efnahag Íslands sé óumdeilt og það skapi ákveðna sérstöðu sem rétt sé að byggja á í samningaviðræðunum. Sjávarútvegurinn nemur um 12% af landsframleiðslu hér á landi á meðan hann er einungis um 0,1% af heildinni hjá ESB. Efasemdir hafa verið á lofti um að við hugsanlega inngöngu Íslands geti reglum sambandsins verið breytt þannig að þær sérlausnir sem Ísland fengi yrðu mögulega ógiltar. Kolbeinn segir þær áhyggjur vera óþarfar. „Við leggjum áherslu á að fastsetja reglurnar um okkar hagsmuni inn í fyrirhugaðan aðildarsamning. Það jafngildir grundvallarsáttmálum sambandsins og verður þess vegna ekki breytt nema með okkar samþykki. Hagsmunirnir yrðu þá tryggðir, ekki bara við inngöngu heldur til framtíðar.“ Staðan í sjávarútvegsmálunum er nú þannig að framkvæmdastjórn ESB er að vinna að rýniskýrslu um málaflokkinn, en hún verður vart tilbúin fyrr en undir árslok. Þá hefst vinna að gerð samningsafstöðu, en formlegar viðræður um sjávarútveg gætu byrjað í júní á næsta ári. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Styrkur íslensks sjávarútvegs og mikilvægi greinarinnar fyrir efnahag landsins er einn af helstu styrkleikum Íslands í yfirstandandi aðildarviðræðum við ESB. Þetta kom fram í máli Kolbeins Árnasonar, formanns samningahóps Íslands um sjávarútvegsmál, á morgunfundi Viðskiptaráðs Íslands í gær. „Við hljótum að leggja áherslu á þennan styrk í okkar nálgun að viðræðunum að það sé fengur í að hafa okkur innan borðs,“ segir Kolbeinn og vísar til þess að sjávarútvegur hér á landi sé sjálfbær og skili arði. Ef til inngöngu kæmi yrði Ísland stærsta fiskveiðiríkið í ESB með um þriðjung af heildarafla sambandsins. „Við höfum staðið okkur vel og greinin skilar okkur arði. Það, ásamt öðrum stórum greinum eins og álframleiðslu og ferðamannaiðnaði, yrði til þess að ef við gengjum í sambandið myndum við í grunninn leggja meira af mörkum til sambandsins en það sem við fengjum beint þaðan.“ Kolbeinn segir það munu veita Íslandi sterka stöðu varðandi stjórn yfir eigin málum. „Enda hlýtur það að vera öllum til góða, jafnt Íslendingum og þeim löndum sem fyrir eru í ESB, að greinarnar fái að blómstra áfram sem hingað til.“ Hann bætir því við að mikilvægi sjávarútvegsins fyrir efnahag Íslands sé óumdeilt og það skapi ákveðna sérstöðu sem rétt sé að byggja á í samningaviðræðunum. Sjávarútvegurinn nemur um 12% af landsframleiðslu hér á landi á meðan hann er einungis um 0,1% af heildinni hjá ESB. Efasemdir hafa verið á lofti um að við hugsanlega inngöngu Íslands geti reglum sambandsins verið breytt þannig að þær sérlausnir sem Ísland fengi yrðu mögulega ógiltar. Kolbeinn segir þær áhyggjur vera óþarfar. „Við leggjum áherslu á að fastsetja reglurnar um okkar hagsmuni inn í fyrirhugaðan aðildarsamning. Það jafngildir grundvallarsáttmálum sambandsins og verður þess vegna ekki breytt nema með okkar samþykki. Hagsmunirnir yrðu þá tryggðir, ekki bara við inngöngu heldur til framtíðar.“ Staðan í sjávarútvegsmálunum er nú þannig að framkvæmdastjórn ESB er að vinna að rýniskýrslu um málaflokkinn, en hún verður vart tilbúin fyrr en undir árslok. Þá hefst vinna að gerð samningsafstöðu, en formlegar viðræður um sjávarútveg gætu byrjað í júní á næsta ári. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira