MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 10:49

„Viđ erum ekki hérna til ađ leggja hald á olíu“

FRÉTTIR

Stephen Curry og Andre Iguodala spila á Augusta National í dag

 
Körfubolti
18:00 23. FEBRÚAR 2016
Stephen Curry og Andre Iguodala fögnuđu ekki bara NBA-titlinum í júní ţví ţeir vissu ţa líka ađ ţeir fengu ađ spila á Augusta National.
Stephen Curry og Andre Iguodala fögnuđu ekki bara NBA-titlinum í júní ţví ţeir vissu ţa líka ađ ţeir fengu ađ spila á Augusta National. VÍSIR/EPA

Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, lofaði tveimur miklum golfáhugamönnum í liðinu sínu að redda þeim einum golfhring á Augusta-vellinum ef að liðið yrði NBA-meistari.

Kerr ætlar að standa við þetta loforð sitt því þeir Stephen Curry og Andre Iguodala fá að spila á Augusta National í dag.

„Þegar við unnum þá var ég öskra á Step: Við erum að fara að spila á Augusta," sagði Andre Iguodala við ESPN eftir að Golden State Warriors vann titilinn í júní. „Það fara alltaf allir í Disneyland en við erum að fara til Augusta," bætti Iguodala við.

Golden State Warriors varð í nótt fljótasta liðið til að vinna 50 leiki á NBA-tímabili þegar liðið vann Atlanta Hawks 102-92 á útivelli. Liðið hefur nú unnið 50 af fyrstu 55 leikjum tímabilsins.

Warriors-liðið er því statt í Georgíufylki og þar sem liðið á frí í kvöld fengu leikmennirnir tveir leyfi til þess að spila golf á hinum eftirsótta Augusta National golfvelli í dag. Það tók aðeins tvo tíma að ferðast frá íþróttahölli Atlanta Hawks til Augusta og það passaði því vel að nýta ferðina.

Steve Kerr mun ekki spilað með þeim félögum því hann flýgur strax til Miami þar sem liðið spilar næst á miðvikudagskvöldið. Curry og Iguodala munu aftur á móti spila hringinn með framkvæmdastjóranum Jerry West og eigandanum Joe Lacob.

Stephen Curry og Andre Iguodala eru báðir miklir golfáhugamenn og þá sérstaklega Curry sem þykir vera mjög liðtækur með kylfuna. Stephen Curry stóð sig vel í ágúst þegar hann spilaði með Barack Obama Bandaríkjaforseta en hann fór hringinn á golfvellinum í Kaliforníu á 76 höggum.

Það getur ekki hver sem er spilað á Augusta National golfvellinum og flesta kylfinga dreymir um að fá að spila þar. Mastersmóttið fer fram á vellinum og mótið í ár hefst 7. apríl næstkomandi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Stephen Curry og Andre Iguodala spila á Augusta National í dag
Fara efst