Fótbolti

Stelpurnar standa í stað á FIFA-listanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/KSÍ
Ísland situr í stað á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, á síðasta lista ársins sem gefinn var út í dag.

Stelpurnar okkar eru í 20. sæti, rétt eins og á síðasta lista sem var gefinn út í september. Ísland hóf þó árið í 16. sætinu. Stelpurnar eru í ellefta sæti meðal Evrópuþjóða.

Þýskaland endurheimti efsta sæti listans af Bandaríkjunum og Frakkland komst upp fyrir Japan og í þriðja sætið. Svíþjóð, England, Norður-Kórea, Brasilía, Kanada og Ástralía eru svo í næstu sætum á eftir.

Hollenska landsliðið stekkur upp um fjögur sæti og er í ellefta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×