Steingrími svarað Vilhjálmur Egilsson skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Steingrímur J. Sigfússon, fv. fjármálaráðherra, sendir Samtökum atvinnulífsins (SA) kveðju í grein í Fréttablaðinu 17. nóvember sl. Tilefnið er útgáfa rits SA um skattamál sem ber heitið „Ræktun eða rányrkja?" og hefur vakið verðskuldaða athygli. Í greininni spyr hann hvort SA séu ekki sammála því að ná jöfnuði í ríkisfjármálum sem sé ein af forsendum afnáms gjaldeyrishafta og batnandi lánshæfismats. Jafnframt spyr ráðherrann SA hvort sjálfbær ríkisfjármál séu ekki mikilvæg forsenda batnandi lífskjara og að hætta sé á óábyrgum yfirboðum í komandi kosningabaráttu. Öllum spurningunum svarar hann játandi líkt og SA hafa hamrað á allt þetta kjörtímabil. Sá er þó munurinn að SA hafa ekki haft tök á að hafa þau áhrif á þróun ríkisfjármála sem greinarhöfundur hefur haft sem fjármálaráðherra og nú sem atvinnu- og nýsköpunarráðherra. Varanlegur sparnaður minni Í áðurnefndri skýrslu er lagt tölulegt mat á helstu skattahækkanir frá árinu 2008 og áform um hækkanir í fjárlagafrumvarpi 2013. Niðurstaðan er að varlega áætlað hafi skattahækkanir numið 87 milljörðum króna á áætluðu verðlagi ársins 2013. Samanburður á útgjöldum ríkissjóðs á föstu verðlagi á milli áranna 2008 og 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, leiðir í ljós lækkun þeirra um 67 milljarða króna á tímabilinu. Þegar nánar er rýnt í niðurskurð útgjalda kemur fram að varanlegur sparnaður er umtalsvert minni en fyrrnefndar tölur bera með sér. Þannig hefur stofn- og viðhaldskostnaður ríkisins lækkað um 30 ma.kr. á verðlagi ársins 2013 (viðhald á vegum, byggingum o.fl.) en varanleg rekstrar- og tilfærsluútgjöld einungis um 37 ma.kr., eða innan við fjórðung aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Samtök atvinnulífsins stóðu að þeirri markmiðssetningu stöðugleikasáttmálans frá júní 2009 að ná skyldi jafnvægi í ríkisfjármálum með því að skattahækkanir næmu 45 prósentum aðhaldsaðgerða en útgjaldalækkanir 55 prósentum. Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við þetta markmið og fyrirhugar í fjárlagafrumvarpi fyrir 2013 að auka beinlínis útgjöld með nýjum sköttum á atvinnulífið. Samtök atvinnulífsins stóðu t.d. að því að hækka atvinnutryggingagjald til þess að standa undir kostnaðinum af stórfelldu atvinnuleysi, enda myndi tryggingagjaldið svo lækka með lækkandi útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs þegar atvinnuleysi færi aftur minnkandi. Um þetta hefur verið margsamið og síðast við gerð kjarasamninga í maí 2011. Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár boðar að þessir samningar verði að engu hafðir og tryggingagjald ekki lækkað eins og til stóð. Tillögur Samtaka atvinnulífsins um hófsamar og ábyrgar skattalækkanir á atvinnulífið á næstu árum þarf að skoða í því ljósi að skattahækkanir hafa verið langt umfram markmiðið um 45 prósent af aðlögunarþörfinni í ríkisfjármálum og í mörgum tilvikum gengið allt of nærri þeim sem þurfa að standa undir aukinni skattbyrði. Slíkar skattahækkanir skila ekki árangri því að þær rýra skattstofnana og hefta vöxt atvinnulífsins. Margítrekaðar ábendingar Tillögur Samtaka atvinnulífsins þarf enn fremur að skoða í samhengi við margítrekaðar ábendingar um nauðsyn aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, en það er langvænlegasta leiðin út úr erfiðleikunum. Ríkisstjórnin hefur klúðrað langflestum tækifærum sem gefist hafa til aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, mest vegna áherslu á hugmyndafræðilega sigra frekar en samstöðu og praktískar lausnir. Auknar fjárfestingar og meiri umsvif í atvinnulífinu eru lykilatriði til þess að skattar skili ásættanlegum tekjum í ríkissjóð. Samtök atvinnulífsins hafa margoft óskað eftir því að fá að vera með í ráðum um það hvernig haga skuli nauðsynlegum skattabreytingum en afar lítið hefur verið á þau hlustað. Ríkisstjórnin hefur þvert á móti notað fyrst og fremst þá aðferð að koma fram með vanhugsaðar og illa unnar tillögur sem allt of oft hafa náð fram að ganga en verið atvinnulífinu og samfélaginu öllu til stórtjóns. Mikil orka hefur farið í að vinda ofan af mesta fúskinu, sem þó hefur ekki tekist nema að litlu leyti. Ríkisstjórnin stendur því frammi fyrir því að íslensk fyrirtæki telja skattamál vera meðal sinna helstu vandamála. Og það þýðir ekkert fyrir ráðherrann að fara í sérstaka afneitun vegna þess. Miklu árangursríkara væri fyrir hann að taka ábyrgum tillögum Samtaka atvinnulífsins fagnandi og óska eftir samvinnu um að ná þeim fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fv. fjármálaráðherra, sendir Samtökum atvinnulífsins (SA) kveðju í grein í Fréttablaðinu 17. nóvember sl. Tilefnið er útgáfa rits SA um skattamál sem ber heitið „Ræktun eða rányrkja?" og hefur vakið verðskuldaða athygli. Í greininni spyr hann hvort SA séu ekki sammála því að ná jöfnuði í ríkisfjármálum sem sé ein af forsendum afnáms gjaldeyrishafta og batnandi lánshæfismats. Jafnframt spyr ráðherrann SA hvort sjálfbær ríkisfjármál séu ekki mikilvæg forsenda batnandi lífskjara og að hætta sé á óábyrgum yfirboðum í komandi kosningabaráttu. Öllum spurningunum svarar hann játandi líkt og SA hafa hamrað á allt þetta kjörtímabil. Sá er þó munurinn að SA hafa ekki haft tök á að hafa þau áhrif á þróun ríkisfjármála sem greinarhöfundur hefur haft sem fjármálaráðherra og nú sem atvinnu- og nýsköpunarráðherra. Varanlegur sparnaður minni Í áðurnefndri skýrslu er lagt tölulegt mat á helstu skattahækkanir frá árinu 2008 og áform um hækkanir í fjárlagafrumvarpi 2013. Niðurstaðan er að varlega áætlað hafi skattahækkanir numið 87 milljörðum króna á áætluðu verðlagi ársins 2013. Samanburður á útgjöldum ríkissjóðs á föstu verðlagi á milli áranna 2008 og 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, leiðir í ljós lækkun þeirra um 67 milljarða króna á tímabilinu. Þegar nánar er rýnt í niðurskurð útgjalda kemur fram að varanlegur sparnaður er umtalsvert minni en fyrrnefndar tölur bera með sér. Þannig hefur stofn- og viðhaldskostnaður ríkisins lækkað um 30 ma.kr. á verðlagi ársins 2013 (viðhald á vegum, byggingum o.fl.) en varanleg rekstrar- og tilfærsluútgjöld einungis um 37 ma.kr., eða innan við fjórðung aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Samtök atvinnulífsins stóðu að þeirri markmiðssetningu stöðugleikasáttmálans frá júní 2009 að ná skyldi jafnvægi í ríkisfjármálum með því að skattahækkanir næmu 45 prósentum aðhaldsaðgerða en útgjaldalækkanir 55 prósentum. Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við þetta markmið og fyrirhugar í fjárlagafrumvarpi fyrir 2013 að auka beinlínis útgjöld með nýjum sköttum á atvinnulífið. Samtök atvinnulífsins stóðu t.d. að því að hækka atvinnutryggingagjald til þess að standa undir kostnaðinum af stórfelldu atvinnuleysi, enda myndi tryggingagjaldið svo lækka með lækkandi útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs þegar atvinnuleysi færi aftur minnkandi. Um þetta hefur verið margsamið og síðast við gerð kjarasamninga í maí 2011. Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár boðar að þessir samningar verði að engu hafðir og tryggingagjald ekki lækkað eins og til stóð. Tillögur Samtaka atvinnulífsins um hófsamar og ábyrgar skattalækkanir á atvinnulífið á næstu árum þarf að skoða í því ljósi að skattahækkanir hafa verið langt umfram markmiðið um 45 prósent af aðlögunarþörfinni í ríkisfjármálum og í mörgum tilvikum gengið allt of nærri þeim sem þurfa að standa undir aukinni skattbyrði. Slíkar skattahækkanir skila ekki árangri því að þær rýra skattstofnana og hefta vöxt atvinnulífsins. Margítrekaðar ábendingar Tillögur Samtaka atvinnulífsins þarf enn fremur að skoða í samhengi við margítrekaðar ábendingar um nauðsyn aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, en það er langvænlegasta leiðin út úr erfiðleikunum. Ríkisstjórnin hefur klúðrað langflestum tækifærum sem gefist hafa til aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, mest vegna áherslu á hugmyndafræðilega sigra frekar en samstöðu og praktískar lausnir. Auknar fjárfestingar og meiri umsvif í atvinnulífinu eru lykilatriði til þess að skattar skili ásættanlegum tekjum í ríkissjóð. Samtök atvinnulífsins hafa margoft óskað eftir því að fá að vera með í ráðum um það hvernig haga skuli nauðsynlegum skattabreytingum en afar lítið hefur verið á þau hlustað. Ríkisstjórnin hefur þvert á móti notað fyrst og fremst þá aðferð að koma fram með vanhugsaðar og illa unnar tillögur sem allt of oft hafa náð fram að ganga en verið atvinnulífinu og samfélaginu öllu til stórtjóns. Mikil orka hefur farið í að vinda ofan af mesta fúskinu, sem þó hefur ekki tekist nema að litlu leyti. Ríkisstjórnin stendur því frammi fyrir því að íslensk fyrirtæki telja skattamál vera meðal sinna helstu vandamála. Og það þýðir ekkert fyrir ráðherrann að fara í sérstaka afneitun vegna þess. Miklu árangursríkara væri fyrir hann að taka ábyrgum tillögum Samtaka atvinnulífsins fagnandi og óska eftir samvinnu um að ná þeim fram.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun