Enski boltinn

Stefan de Vrij á leið til Lazio

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stefan de Vrij er í Róm.
Stefan de Vrij er í Róm. vísir/getty
Hollenski landsliðsmiðvörðurinn Stefan de Vrij er ekki á leið til Manchester United eins og talið var, en Louis van Gaal hefur verið sagður áhugasamur um að fá fyrrverandi lærisvein sinn til liðsins.

De Vrij er mættur til Rómarborgar þar sem hann undirgengst læknisskoðun hjá Lazio áður en gengið verður frá 6,7 milljóna punda sölu hans til Rómarliðsins frá Feyenoord. Sjálfur mun miðvörðurinn skrifa undir fimm ára samning.

Þessi 22 ára gamli leikmaður var í byrjunarliði Hollands á HM í Brasilíu, en hann á að baki 19 landsleiki. Hann getur bæði leikið sem miðvörður og hægri bakvörður.

Van Gaal heldur áfram leit sinni að miðverði eftir brotthvarf Rio Ferdinands og NemanjaVidic, en ThomasVermaelen, leikmaður Arsenal, er áfram sterklega orðaður við United




Fleiri fréttir

Sjá meira


×