Sport

Steelers tryggði sér sigur á elleftu stundu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hetjan Bell er hér brosmild eftir leik.
Hetjan Bell er hér brosmild eftir leik. vísir/getty
Hlauparinn LeVeon Bell tryggði Pittsburgh Steelers nauman sigur á San Diego Chargers í mánudagsleik NFL-deildarinnar.

Sigursnertimark Bell kom einni sekúndu fyrir leikslok og það tryggði Steelers 24-20 sigur. Hann rétt náði að ýta boltanum yfir línuna áður en leiktíminn rann út. Tæpara gat það ekki orðið.

Steelers er án leikstjórnandans Ben Roethlisberger en reynsluboltinn Michael Vick leysir hann af og spilaði nokkuð vel. Kláraði 13 af 26 sendingum, ein sending endaði sem snertimark og hann kastaði boltanum einu sinni í hendur andstæðinganna.

Antonio Gates snéri aftur í lið Chargers eftir lyfjabann og skráði sig í sögubækurnar er hann skoraði snertimark númer 100 á ferlinum.

Steelers er búið að vinna þrjá leiki og tapa tveimur en Chargers er búið að vinna tvo og tapa þremur.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×