Starfsmönnum ríkisskattstjóra hótað vegna fyrirspurna Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. maí 2016 18:45 Dæmi eru um að starfsfólki embættis ríkisskattstjóra hafi verið hótað persónulega vegna fyrirspurna um aflandsfélög. Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundelli upplýsinga um aflandsfélög Íslendinga í skattaskjólum. Starfsmenn ríkisskattstjóra urðu þess áskynja skömmu eftir síðustu aldarmót að Íslendingar ættu auknum mæli aflandsfélög í skattaskjólum. Hluti framteljenda sem áttu eignir í slíkum félögum uppfyllti lögbundnar skyldur sínar með því að gera grein fyrir eignarhaldinu og þeim tekjum sem stöfuðu af slíkum eignum og stóðu þannig skil á skattgreiðslum sínum. Flestir sáu þó enga ástæðu til að geta um þessar eignir. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að erfiðlega hafi gengið að afla upplýsinga um þessi félög. Stundum hafi starfsmönnum embættisins jafnvel verið hótað vegna fyrirspurna um þau. Skúli segist hafa fullan skilning á því að menn grípi til varna og klóri í bakkann þegar fyrirspurnir séu annars vegar. „En það er gengið dálítið langt þegar að starfsmönnum er hótað því að þeir verði dregnir til persónulegrar ábyrgðar vegna starfa sinna hérna hjá embættinu. Það eru hreinar og klárar hótanir sem ekki er nokkur lagalegur grundvöllur fyrir enda er hér unnið samkvæmt lögum,“ segir Skúli. Hann segir að þetta gerist af og til en upp á síðkastið hafi þetta komið oftar fyrir. Það er ekki fyrr en nú eftir Panama lekann og gögnin sem keypt voru af erlendum huldumanni á jafnvirði 37 milljóna króna sem skattyfirvöld hafi betri yfirsýn yfir eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skúli segir að gögnin úr Panamaskjölunum séu mjög svipuð þeim gögnum sem keypt voru. „Það virðist vera að þessi keyptu gögn séu eitthvað eldri en þau gögn sem eru að koma fram úr þessum leka núna en að hluta til eru þetta sömu aðilarnir.“ Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundvelli gagna sem voru keypt og gagna úr Panama-lekanum. Þessi tala muni hækka. „Þannig að það verða eitthvað tvö til þrjú hundruð mál sem við munum opna núna á næstu vikum og mánuðum,“ segir Skúli. Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Dæmi eru um að starfsfólki embættis ríkisskattstjóra hafi verið hótað persónulega vegna fyrirspurna um aflandsfélög. Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundelli upplýsinga um aflandsfélög Íslendinga í skattaskjólum. Starfsmenn ríkisskattstjóra urðu þess áskynja skömmu eftir síðustu aldarmót að Íslendingar ættu auknum mæli aflandsfélög í skattaskjólum. Hluti framteljenda sem áttu eignir í slíkum félögum uppfyllti lögbundnar skyldur sínar með því að gera grein fyrir eignarhaldinu og þeim tekjum sem stöfuðu af slíkum eignum og stóðu þannig skil á skattgreiðslum sínum. Flestir sáu þó enga ástæðu til að geta um þessar eignir. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að erfiðlega hafi gengið að afla upplýsinga um þessi félög. Stundum hafi starfsmönnum embættisins jafnvel verið hótað vegna fyrirspurna um þau. Skúli segist hafa fullan skilning á því að menn grípi til varna og klóri í bakkann þegar fyrirspurnir séu annars vegar. „En það er gengið dálítið langt þegar að starfsmönnum er hótað því að þeir verði dregnir til persónulegrar ábyrgðar vegna starfa sinna hérna hjá embættinu. Það eru hreinar og klárar hótanir sem ekki er nokkur lagalegur grundvöllur fyrir enda er hér unnið samkvæmt lögum,“ segir Skúli. Hann segir að þetta gerist af og til en upp á síðkastið hafi þetta komið oftar fyrir. Það er ekki fyrr en nú eftir Panama lekann og gögnin sem keypt voru af erlendum huldumanni á jafnvirði 37 milljóna króna sem skattyfirvöld hafi betri yfirsýn yfir eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skúli segir að gögnin úr Panamaskjölunum séu mjög svipuð þeim gögnum sem keypt voru. „Það virðist vera að þessi keyptu gögn séu eitthvað eldri en þau gögn sem eru að koma fram úr þessum leka núna en að hluta til eru þetta sömu aðilarnir.“ Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundvelli gagna sem voru keypt og gagna úr Panama-lekanum. Þessi tala muni hækka. „Þannig að það verða eitthvað tvö til þrjú hundruð mál sem við munum opna núna á næstu vikum og mánuðum,“ segir Skúli.
Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira