Erlent

Starfsmennirnir voru ekki til

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Muhammadu Buhari til hægri.
Muhammadu Buhari til hægri. Vísir/EPA
Ríkisstjórnin í Nígeríu hefur fjarlægt 24.000 starfsmenn af launaskrá sinni eftir að endurskoðendur hennar komust að því að umræddir starfsmenn voru ekki til í raun og veru.

Frá þessu greindi fjármálaráðuneyti landsins í vikunni.

Endurskoðunin er hluti af rassíu­ forsetans, Muhammadu Buhari, gegn spillingu í landinu og áætlar fjármálaráðuneytið að umræddar aðgerðir spari ríkinu um 1.500 milljarða króna á mánuði.

Rannsókn endurskoðenda á huldumönnunum hófst í desember og komust þeir að því að launagreiðslurnar fóru inn á reikninga sem voru undir dulnefnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×