Innlent

Starfsmenn Landspítalans á æfingu vegna ebólu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Frá æfingum starfsmanna í dag.
Frá æfingum starfsmanna í dag. Vísir / Landspítali
Starfsmenn sýkingavarnadeild Landspítalans æfðu sig í dag að klæðast sérstökum hlífðarbúningum vegna ebólu. Tvær aðrar deildir spítalans, bráðamóttakan og rannsóknarstofan, munu taka þátt í samskonar æfingu í vikunni.

Frá þessu er sagt á Facebook-síðu spítalans en þar kemur fram að vel gangi að manna sérstakt viðbragðsteymi vegna mögulegs ebólusmits hér á landi. Teymið mun sinna þeim einstaklingum sem kunna að vera smitaðir eða reynast vera smitaður af veirunni hér á landi.

Ekkert tilfelli hefur komið upp hér á landi og er talið afar ólíklegt að veiran berist hingað.

Spítalinn hefur unnið að viðbragðsáætlun frá því í sumar en ebólufaraldur hefur geisað í vestur-afríku í undanfarið. Fá tilfelli hafa greinst utan álfunnar. „Fjölmargir hafa komið að undirbúningnum og margir verða að vera undirbúnir þó þeir séu ekki í teyminu sjálfu,“ segir á Facebook-síðu spítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×