Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Um­mælin ó­við­eig­andi en Helgi Magnús sleppur

Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu.

Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku

Þórir Hergeirsson ætlar að láta af störfum sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta eftir komandi Evrópumót í desember. Þórir leiddi þær norsku til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París og hefur unnið tíu gullverðlaun með landsliðið á stórmóti.

Örn réðst á tveggja ára stúlku

Tuttugu mánaða norsk stelpa var hætt komin þegar örn reyndi að hremma hana við sveitabæ fjölskyldunnar í gær. Móðir og nágranni komu í veg fyrir að örninn næði að fljúga á brott með barnið.

Gerður í Blush orð­laus yfir aug­lýsingum Play

Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta.

Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið fram­boð

Arnar Þór Jónsson varði 25,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Það er svipuð upphæð og Halla Tómasdóttir varði í sitt framboð. Arnar Þór setti rúmar tíu milljónir í frambðið úr eigin sjóðum.

Opna dyrnar til að minnast Bryn­dísar Klöru

Í ljósi djúprar sorgar og ákalls samfélagsins um að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur mun Lindakirkja í Kópavogi opna dyr sínar fyrir almenning á morgun laugardaginn 7. september frá klukkan 12 til 17. Þá eru liðnar tvær vikur frá voðaverkinu.

Fimm ára samningar heyra sögunni til hjá Ölmu

Alma íbúðafélag sem hingað til hefur gert allt að fimm ára leigusamninga hefur ákveðið að bjóða aðeins upp á 13 mánaða leigusamning. Tilefnið er ný húsaleigulög sem tóku gildi um mánaðamótin.

Skoða á­bendingar um mann sem elti börn í Foss­vogi

Skólastjórnendur í Fossvogsskóla í Reykjavík hafa upplýst lögreglu um karlmann sem hafi verið að elta börn eftir skólatíma á svæðinu. Sá er sagður snoðklipptur, hlaupahjólsnotandi og reykingamaður sem talar ekki íslensku.

Komu til skila að hegðunin væri ekki líðandi

Karlmaður sem hefur vanið komur sínar að leikvelli við Gerðasafnið í Kópavogi var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Málið er til rannsóknar.

Sjá meira