Starfsandinn er í molum hjá lögreglunni á Norðvesturlandi Sveinn Arnarsson skrifar 25. október 2016 10:00 Sauðárkrókur Ólga er innan lögreglunnar á Norðurlandi vestra vegna yfirstjórnar hennar á svæðinu. Starfsandinn er í molum og samskipti stjórnenda lögreglunnar við almenna lögreglumenn eru óásættanleg. Hafa starfandi lögreglumenn brugðið á það ráð að senda lögreglustjóranum bréf sem hann hefur ekki svarað. Á fundi félags lögreglumanna á Norðvesturlandi í upphafi mánaðarins var ákveðið að senda bréfið og krefjast úrbóta þar sem starfsandi vegna stjórnunarhátta við embættið væru í ólestri. Bréfið má sjá hér til hliðar. Var óskað eftir því að lögreglustjórinn, Páll Björnsson, myndi svara bréfinu efnislega og koma með tillögur að úrbótum fyrir 25. október. Ekkert bólaði á svarinu í gær.Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi þar sem hann er yfirlögregluþjónn á svæðinu.Mikil umræða hefur verið um löggæslumál á Norðvesturlandi þar sem fáir eru á vakt enda svæðið stórt og víðfeðmt. Í sumar, þegar bifreið fór í sjóinn á Hvammstanga með þeim afleiðingum að maður drukknaði, tók það lögregluna tvær klukkustundir að koma á staðinn. Nú eru lögreglumenn úr umdæminu á námskeiði í Reykjavík og á meðan er undirmannað á vöktum á svæðinu. Einn lögreglumaður er á Sauðárkróki og annar á vakt á Blönduósi. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki og formaður bæjarráðs Skagafjarðar, vék af fundi þegar umræða um stjórnun embættisins fór fram. „Ég vék af fundi til þess að menn gætu rætt þetta opinskátt. Ég er yfirlögregluþjónn á svæðinu og því þótti mér réttara að víkja af fundi,“ segir Stefán Vagn. Undir bréfið sem sent var Páli, skrifuðu þeir Vilhjálmur Stefánsson og Pétur Björnsson sem er formaður lögreglufélagsins á Norðvesturlandi. Pétur vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið vegna bréfsins. Hann taldi eðlilegt að ræða það fyrst við lögreglustjórann á svæðinu áður en það yrði rætt í fjölmiðlum. Ekki náðist í Pál Björnsson lögreglustjóra þar sem hann er í fríi erlendis.Bréfið í heild sinni:Félagsfundurinn haldinn þann 6.10.2016 sendir lögerglustjóra eftirfarandi erindi:„Eins og lögreglustjóra er kunnugt um er starfsandi vegna stjórnunarhátta við embættið í miklum ólestri og því óskum við eftir því að lögreglustjóri bregðist við því sem allra fyrst. Fundurinn hefur áhyggjur af því að félagsmenn séu farnir að leita sér að öðrum störfum. Óskum við eftir tillögum að úrlausnum sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir 25. október næstkomandi,“kveðjaF.h. félagsfundarVilhjálmur Stefánsson, gjaldkeri LNVPétur Björnsson, Formaður LNVFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Ólga er innan lögreglunnar á Norðurlandi vestra vegna yfirstjórnar hennar á svæðinu. Starfsandinn er í molum og samskipti stjórnenda lögreglunnar við almenna lögreglumenn eru óásættanleg. Hafa starfandi lögreglumenn brugðið á það ráð að senda lögreglustjóranum bréf sem hann hefur ekki svarað. Á fundi félags lögreglumanna á Norðvesturlandi í upphafi mánaðarins var ákveðið að senda bréfið og krefjast úrbóta þar sem starfsandi vegna stjórnunarhátta við embættið væru í ólestri. Bréfið má sjá hér til hliðar. Var óskað eftir því að lögreglustjórinn, Páll Björnsson, myndi svara bréfinu efnislega og koma með tillögur að úrbótum fyrir 25. október. Ekkert bólaði á svarinu í gær.Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi þar sem hann er yfirlögregluþjónn á svæðinu.Mikil umræða hefur verið um löggæslumál á Norðvesturlandi þar sem fáir eru á vakt enda svæðið stórt og víðfeðmt. Í sumar, þegar bifreið fór í sjóinn á Hvammstanga með þeim afleiðingum að maður drukknaði, tók það lögregluna tvær klukkustundir að koma á staðinn. Nú eru lögreglumenn úr umdæminu á námskeiði í Reykjavík og á meðan er undirmannað á vöktum á svæðinu. Einn lögreglumaður er á Sauðárkróki og annar á vakt á Blönduósi. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki og formaður bæjarráðs Skagafjarðar, vék af fundi þegar umræða um stjórnun embættisins fór fram. „Ég vék af fundi til þess að menn gætu rætt þetta opinskátt. Ég er yfirlögregluþjónn á svæðinu og því þótti mér réttara að víkja af fundi,“ segir Stefán Vagn. Undir bréfið sem sent var Páli, skrifuðu þeir Vilhjálmur Stefánsson og Pétur Björnsson sem er formaður lögreglufélagsins á Norðvesturlandi. Pétur vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið vegna bréfsins. Hann taldi eðlilegt að ræða það fyrst við lögreglustjórann á svæðinu áður en það yrði rætt í fjölmiðlum. Ekki náðist í Pál Björnsson lögreglustjóra þar sem hann er í fríi erlendis.Bréfið í heild sinni:Félagsfundurinn haldinn þann 6.10.2016 sendir lögerglustjóra eftirfarandi erindi:„Eins og lögreglustjóra er kunnugt um er starfsandi vegna stjórnunarhátta við embættið í miklum ólestri og því óskum við eftir því að lögreglustjóri bregðist við því sem allra fyrst. Fundurinn hefur áhyggjur af því að félagsmenn séu farnir að leita sér að öðrum störfum. Óskum við eftir tillögum að úrlausnum sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir 25. október næstkomandi,“kveðjaF.h. félagsfundarVilhjálmur Stefánsson, gjaldkeri LNVPétur Björnsson, Formaður LNVFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira