Innlent

Stal 200 þúsund krónum frá gömlum manni á Selfossi

Ungur maður stal tvöhundruð þúsund krónum af gömlum manni við Arion banka á Selfossi í síðustu viku. Í tilkynningu frá lögreglu segir að gamli maðurinn hafi tekið út peningana hjá gjaldkera og að í röðinni fyrir aftan hafi ungi maðurinn staðið. Hann hafi greinilega heyrt til gamla mannsins þegar hann nefndi upphæðina við gjaldkerann.

„Þegar hann svo fór út fylgdi ungi maðurinn honum eftir og tókst að hrifsa seðlaveski gamla mannsins og hlaupa í burtu. Lögreglan gerði leit að þjófnum en fann ekki. Hins vegar er vitað hver hann er og nú er verið að vinna í að ná til hans og handtaka."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×