Staðgöngumóðir Jóels fékk 300 þúsund Ingimar Karl Helgason skrifar 19. janúar 2011 12:01 Foreldrarnir með Jóel. Indverska konan sem gekk með barn fyrir íslenskt par nýlega, vill halda staðgöngumæðrun áfram. Hún fékk um þrjú hundruð þúsund krónur í sinn hlut. Staðgöngumæðrun fer mjög vaxandi á Indlandi og eru dæmi um að greiðsla fyrir meðgöngu nemir margföldum árslaunum indverskrar fjölskyldu. Íslenska parið Helga Sveinsdóttir og Einar Færseth, eignuðust son á Indlandi um miðjan nóvember; með aðstoð staðgöngumóður. Þau glíma við frjósemisvandamál og höfðu lengi reynt að eignast barn. Þau fóru til Indlands fyrir um ári síðan og voru þar í sambandi við þarlendan lækni, sem benti þeim á staðgöngumóður. Þá konu hitti þau í febrúar og sömdu við hana um að hún gengi með barn fyrir sig. Konan á tvö börn fyrir, syni. Hún er heimavinnandi, segir Helga Sveinsdóttir, en maður hennar starfar í viðskiptahverfinu í Mumbai. Þetta mun vera ágætlega statt fólk. Helga Sveinsdóttir segist vera konunni ævarandi þakklát og að hún muni aldrei gleyma henni; þau hafi lítillega verið í samskiptum við hana eftir fæðinguna, en samskiptunum sé nú lokið. Helga segir að konunni hafi liðið vel á meðgöngunni, og allt hafi gengið að óskum. Helga segir að þetta ferli allt hafi kostað þau sem nemur um þremur milljónum íslenskra króna. Inni í þeim kostnaði er glasafrjóvgun, þjónusta lækna og fæðingarkostnaðurinn, en Jóel, sonur þeirra, var tekinn með keisaraskurði. Ferlið allt kostaði Helgu og Einar um 3 milljónir króna. En hvað fékk staðgöngumóðirin í sinn hlut fyrir að ganga með barnið? „Ég er ekki með töluna alveg á hreinu en mér skilst að þetta séu í kringum 10 prósent," segir Helga. Helga heldur að konan hyggist nota féð til að setja í háskólasjóð fyrir syni sína; en getur hún eitthvað sagt okkur frekar um upplifun konunnar af þessu? „Allavega vissi ég það að þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu, þá spurði hún lækninn hvenær hún mætti gera þetta aftur," segir Helga. Norska blaðið Aftenposten fjallaði nýverið um staðgöngumæðrun á Indlandi. Þetta er ólöglegt í Noregi líkt og hér, en engin lög gilda um staðgöngumæðrun á Indlandi og allmörg dæmi eru um að barnlaus norsk pör hafi leitað þangað. Í úttekt Aftenposten kemur meðal annars fram að staðgöngumæðrun fari ört vaxandi á Indlandi. Ætla megi að þessi iðnaður, ef svo má segja, velti sem nemur um sextíu milljörðum króna árlega. Aftenposten ræðir við staðgöngufjölskyldu; þar segir að staðgöngumóðirin hafi fengið sem nemur fimmföldum árslaunum manns síns; í þessu tilviki, upp undir eina milljón króna, fyrir að ganga með barið. Haft er eftir manni hennar að þau hafi gert þetta vegna peniganna. Frekar verður fjallað um staðgöngumæðrun í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess sem ítarleg fréttaskýring verður birt um málið á Vísi síðar í dag. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Indverska konan sem gekk með barn fyrir íslenskt par nýlega, vill halda staðgöngumæðrun áfram. Hún fékk um þrjú hundruð þúsund krónur í sinn hlut. Staðgöngumæðrun fer mjög vaxandi á Indlandi og eru dæmi um að greiðsla fyrir meðgöngu nemir margföldum árslaunum indverskrar fjölskyldu. Íslenska parið Helga Sveinsdóttir og Einar Færseth, eignuðust son á Indlandi um miðjan nóvember; með aðstoð staðgöngumóður. Þau glíma við frjósemisvandamál og höfðu lengi reynt að eignast barn. Þau fóru til Indlands fyrir um ári síðan og voru þar í sambandi við þarlendan lækni, sem benti þeim á staðgöngumóður. Þá konu hitti þau í febrúar og sömdu við hana um að hún gengi með barn fyrir sig. Konan á tvö börn fyrir, syni. Hún er heimavinnandi, segir Helga Sveinsdóttir, en maður hennar starfar í viðskiptahverfinu í Mumbai. Þetta mun vera ágætlega statt fólk. Helga Sveinsdóttir segist vera konunni ævarandi þakklát og að hún muni aldrei gleyma henni; þau hafi lítillega verið í samskiptum við hana eftir fæðinguna, en samskiptunum sé nú lokið. Helga segir að konunni hafi liðið vel á meðgöngunni, og allt hafi gengið að óskum. Helga segir að þetta ferli allt hafi kostað þau sem nemur um þremur milljónum íslenskra króna. Inni í þeim kostnaði er glasafrjóvgun, þjónusta lækna og fæðingarkostnaðurinn, en Jóel, sonur þeirra, var tekinn með keisaraskurði. Ferlið allt kostaði Helgu og Einar um 3 milljónir króna. En hvað fékk staðgöngumóðirin í sinn hlut fyrir að ganga með barnið? „Ég er ekki með töluna alveg á hreinu en mér skilst að þetta séu í kringum 10 prósent," segir Helga. Helga heldur að konan hyggist nota féð til að setja í háskólasjóð fyrir syni sína; en getur hún eitthvað sagt okkur frekar um upplifun konunnar af þessu? „Allavega vissi ég það að þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu, þá spurði hún lækninn hvenær hún mætti gera þetta aftur," segir Helga. Norska blaðið Aftenposten fjallaði nýverið um staðgöngumæðrun á Indlandi. Þetta er ólöglegt í Noregi líkt og hér, en engin lög gilda um staðgöngumæðrun á Indlandi og allmörg dæmi eru um að barnlaus norsk pör hafi leitað þangað. Í úttekt Aftenposten kemur meðal annars fram að staðgöngumæðrun fari ört vaxandi á Indlandi. Ætla megi að þessi iðnaður, ef svo má segja, velti sem nemur um sextíu milljörðum króna árlega. Aftenposten ræðir við staðgöngufjölskyldu; þar segir að staðgöngumóðirin hafi fengið sem nemur fimmföldum árslaunum manns síns; í þessu tilviki, upp undir eina milljón króna, fyrir að ganga með barið. Haft er eftir manni hennar að þau hafi gert þetta vegna peniganna. Frekar verður fjallað um staðgöngumæðrun í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess sem ítarleg fréttaskýring verður birt um málið á Vísi síðar í dag.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira