Staða Pennans sögð skekkja markaðinn 21. október 2011 04:00 Penninn hefur tekið á leigu þriggja hæða húsnæði í Skeifunni undir hluta af starfsemi sinni. Húsnæðið er við hliðina á samkeppnisaðilanum Casa. fréttablaðið/anton „Þarna er augljós skekkja á markaðinum sem getur verið verjanleg í einhvern örskamman tíma. En að fyrirtæki sé enn í mjúkum faðmi bankanna þremur árum eftir hrun gengur ekki,“ segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um aðkomu Arion banka að Pennanum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að bankinn hefði nýverið aukið hlutafé Pennans, sem er í 100% eigu félags í eigu Arion, um 200 milljónir króna þrátt fyrir að fyrirtækið hefði tapað rúmum milljarði króna á síðustu tveimur árum. Til viðbótar lánaði Arion Pennanum 500 milljónir króna í fyrra. Orri segist hafa miklar áhyggjur af því almennt að bankar taki fyrirtæki í fangið og styðji við þau á samkeppnismarkaði. „Í þessu tilfelli eru það húsgagnaframleiðendur sem eru að keppa við starfsemina og finnst sú staða sem er komin upp mjög ójöfn og ósanngjörn. Við höfum almennt verið að berjast fyrir því að bankarnir séu ekki að halda lífinu í starfsemi sem er ekki sjálfbær.“ Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa, segir Pennann hafa verið að eltast við birgja sem einungis hafi verslað við Casa árum saman.„Þeir hafa verið að eltast við birgja sem ég hef verið að versla við árum saman. Velta í húsgagnaverslun hefur eðlilega dregist saman á Íslandi eftir hrun. Þegar birgjar fá stórar pantanir frá nýjum aðila sem getur sýnt fram á miklu meiri veltu en við, þó að hluti hennar sé vegna sölu á pappír og pennum, þá hugsa þessi fyrirtæki sig um. Á sama tíma styður bankinn við Pennann með því að setja fullt af peningum inn í rekstur hans til að mæta taprekstri. Það er ekki hægt að keppa gegn svona atgangi bankanna.“ Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Á. Guðmundsson, segist velta því fyrir sér hvort framlegð og afkoma skipti í raun engu máli hjá Pennanum. „Við höfum lengi verið að selja skrifstofu- og skólahúsgögn í samkeppni við Pennann. Þeir hafa mest verið að flytja inn sín skólahúsgögn. Fyrir hrun voru þau húsgögn á svipuðu verði eða dýrari en þau sem við bjóðum. Núna virðast þau orðin ódýrari, þrátt fyrir gengishrunið. Maður veltir því fyrir sér hver framlegðin er af slíkum viðskiptum og hvort hún skipti kannski engu máli. Ef svo er þá skiptir afkoman heldur engu máli því það koma þá peningar frá bankanum ef vantar.“ thordur@frettabladid.is Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
„Þarna er augljós skekkja á markaðinum sem getur verið verjanleg í einhvern örskamman tíma. En að fyrirtæki sé enn í mjúkum faðmi bankanna þremur árum eftir hrun gengur ekki,“ segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um aðkomu Arion banka að Pennanum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að bankinn hefði nýverið aukið hlutafé Pennans, sem er í 100% eigu félags í eigu Arion, um 200 milljónir króna þrátt fyrir að fyrirtækið hefði tapað rúmum milljarði króna á síðustu tveimur árum. Til viðbótar lánaði Arion Pennanum 500 milljónir króna í fyrra. Orri segist hafa miklar áhyggjur af því almennt að bankar taki fyrirtæki í fangið og styðji við þau á samkeppnismarkaði. „Í þessu tilfelli eru það húsgagnaframleiðendur sem eru að keppa við starfsemina og finnst sú staða sem er komin upp mjög ójöfn og ósanngjörn. Við höfum almennt verið að berjast fyrir því að bankarnir séu ekki að halda lífinu í starfsemi sem er ekki sjálfbær.“ Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa, segir Pennann hafa verið að eltast við birgja sem einungis hafi verslað við Casa árum saman.„Þeir hafa verið að eltast við birgja sem ég hef verið að versla við árum saman. Velta í húsgagnaverslun hefur eðlilega dregist saman á Íslandi eftir hrun. Þegar birgjar fá stórar pantanir frá nýjum aðila sem getur sýnt fram á miklu meiri veltu en við, þó að hluti hennar sé vegna sölu á pappír og pennum, þá hugsa þessi fyrirtæki sig um. Á sama tíma styður bankinn við Pennann með því að setja fullt af peningum inn í rekstur hans til að mæta taprekstri. Það er ekki hægt að keppa gegn svona atgangi bankanna.“ Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Á. Guðmundsson, segist velta því fyrir sér hvort framlegð og afkoma skipti í raun engu máli hjá Pennanum. „Við höfum lengi verið að selja skrifstofu- og skólahúsgögn í samkeppni við Pennann. Þeir hafa mest verið að flytja inn sín skólahúsgögn. Fyrir hrun voru þau húsgögn á svipuðu verði eða dýrari en þau sem við bjóðum. Núna virðast þau orðin ódýrari, þrátt fyrir gengishrunið. Maður veltir því fyrir sér hver framlegðin er af slíkum viðskiptum og hvort hún skipti kannski engu máli. Ef svo er þá skiptir afkoman heldur engu máli því það koma þá peningar frá bankanum ef vantar.“ thordur@frettabladid.is
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira