Spyr hvort hann þurfi að skilja við eiginkonuna til að geta tekið þátt í stjórnmálum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. apríl 2016 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Ernir „Mér fannst síðasti viðmælandi ykkar, Árni Páll, leggjast heldur lágt þegar hann datt í þessa frasanotkun sem nú er svo einkennandi fyrir hans flokk, líklega vegna þess að það skortir pólitík eða stefnu, þá er frösunum bara raðað saman,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sigmundur vísar með orðum sínum í umræðu um Wintris Inc, aflandsfélag eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, sem staðsett er á Bresku Jómfrúreyjunum. Hann hefur áður sagt, og ítrekaði það í viðtalinu í Reykjavík síðdegis, að hann hefði ekki gert neitt rangt. „Ætlast þessi þingmaður [Árni Páll Árnason] að ég skilji við konuna mína svo ég geti tekið þátt í stjórnmálum? Og hvar eiga mörkin að liggja? Hversu marga tugi milljóna mega stjórnmálamenn hafa fengið í sérstakar ráðgjafagreiðslur án þess að þeir teljist ekki lengur deila kjörum með þjóð sinni,“ sagði Sigmundur. Hann sagðist undrandi yfir orðum Árna Páls. Þau séu ómakleg enda hafi hann ekki farið í stjórnmál til þess að hafa af þeim gott kaup „Ég fór í pólitík því ég hafði algjöra sannfæringu í ákveðnum málum. Sannfæringu á því hvað þyrfti að gera til að koma þjóðinni og samfélaginu á réttan kjöl,“ sagði Sigmundur.Engin aðstoð, segir Sigmundur „Fyrst að koma í veg fyrir að það yrðu settar kröfur á íslenska skattgreiðendur til þess að borga út kröfuhafana. Síðan barðist ég fyrir því að ganga lengra. Taka pening sem fyrrnefndur Árni Páll Árnason minnti alltaf á að væru lögvarðar eignir kröfuhafanna, taka sem mesta peninga af þessum kröfuhöfum til þess að koma til móts við fólkið sem hafði gleymst, fólkið sem skuldaði og til þess að koma á efnahagslegum stöðugleika og verja lífskjör í landinu.“ Sigmundur sagði Árna Pál og stjórnarandstöðuna hafa lítið annað gert en að þvælast fyrir, meðal annars með aðstoð almannatengla og vogunarsjóðanna. „Ég fékk enga hjálp við þetta frá Árna Páli Árnasyni eða stjórnarandstöðunni núna. Þau þvældust fyrir í hverju skrefi með hjálp PR leiðtoga, vogunarsjóðanna sem allir meira og minna eru nátengdir Samfylkingunni og svo leyfir þetta fólk sér að koma núna og halda því fram að það sé eitthvað grunsamlegt við það að ég hafi verið tilbúinn til að fórna miklu af eignum eiginkonu minnar til að bjarga þessu samfélagi.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta tiltekna mál sem fjallað er um hefst á 12 mínútu. Tengdar fréttir Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
„Mér fannst síðasti viðmælandi ykkar, Árni Páll, leggjast heldur lágt þegar hann datt í þessa frasanotkun sem nú er svo einkennandi fyrir hans flokk, líklega vegna þess að það skortir pólitík eða stefnu, þá er frösunum bara raðað saman,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sigmundur vísar með orðum sínum í umræðu um Wintris Inc, aflandsfélag eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, sem staðsett er á Bresku Jómfrúreyjunum. Hann hefur áður sagt, og ítrekaði það í viðtalinu í Reykjavík síðdegis, að hann hefði ekki gert neitt rangt. „Ætlast þessi þingmaður [Árni Páll Árnason] að ég skilji við konuna mína svo ég geti tekið þátt í stjórnmálum? Og hvar eiga mörkin að liggja? Hversu marga tugi milljóna mega stjórnmálamenn hafa fengið í sérstakar ráðgjafagreiðslur án þess að þeir teljist ekki lengur deila kjörum með þjóð sinni,“ sagði Sigmundur. Hann sagðist undrandi yfir orðum Árna Páls. Þau séu ómakleg enda hafi hann ekki farið í stjórnmál til þess að hafa af þeim gott kaup „Ég fór í pólitík því ég hafði algjöra sannfæringu í ákveðnum málum. Sannfæringu á því hvað þyrfti að gera til að koma þjóðinni og samfélaginu á réttan kjöl,“ sagði Sigmundur.Engin aðstoð, segir Sigmundur „Fyrst að koma í veg fyrir að það yrðu settar kröfur á íslenska skattgreiðendur til þess að borga út kröfuhafana. Síðan barðist ég fyrir því að ganga lengra. Taka pening sem fyrrnefndur Árni Páll Árnason minnti alltaf á að væru lögvarðar eignir kröfuhafanna, taka sem mesta peninga af þessum kröfuhöfum til þess að koma til móts við fólkið sem hafði gleymst, fólkið sem skuldaði og til þess að koma á efnahagslegum stöðugleika og verja lífskjör í landinu.“ Sigmundur sagði Árna Pál og stjórnarandstöðuna hafa lítið annað gert en að þvælast fyrir, meðal annars með aðstoð almannatengla og vogunarsjóðanna. „Ég fékk enga hjálp við þetta frá Árna Páli Árnasyni eða stjórnarandstöðunni núna. Þau þvældust fyrir í hverju skrefi með hjálp PR leiðtoga, vogunarsjóðanna sem allir meira og minna eru nátengdir Samfylkingunni og svo leyfir þetta fólk sér að koma núna og halda því fram að það sé eitthvað grunsamlegt við það að ég hafi verið tilbúinn til að fórna miklu af eignum eiginkonu minnar til að bjarga þessu samfélagi.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta tiltekna mál sem fjallað er um hefst á 12 mínútu.
Tengdar fréttir Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41
Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30
Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00