Spurningin um krónuna Þórarinn G. Pétursson skrifar 2. mars 2013 06:00 Aukinn agi í hagstjórn er algengt viðkvæði í opinberri umræðu um þessar mundir enda krafan um að hemja verðbólgu og draga úr hagsveiflum hávær. Vitundarvakningu um nauðsyn aukins aga ber að fagna og er hún vonandi vísir að umbótum á þessu sviði, enda gæti öguð hagstjórn orðið ein mesta búbót fyrir íslensk heimili og fyrirtæki ef vel tekst til í þessum efnum. Umræðan nú í aðdraganda komandi kosninga gefur hins vegar tilefni til hóflegrar bjartsýni, enda virðast fáir tilbúnir til að útlista hvað nákvæmlega er átt við með auknum hagstjórnaraga. Hófleg bjartsýni virðist einnig viðeigandi þegar horft er til umræðunnar um peningastefnuna, þar sem fáir virðast í raun reiðubúnir til að stíga þau skref sem þörf er á til þess að ná verðbólgunni varanlega niður. Í kjölfar viðamikillar úttektar Seðlabanka Íslands á valkostum Íslendinga í gjaldmiðils- og gengismálum (sjá Sérrit nr. 7 og almenna samantekt á niðurstöðum hennar í 38. og 39. tölublaði Vísbendingar, september 2012) hafa sumir jafnframt sett ákall um aukinn aga í hagstjórn í samhengi við spurninguna um heppilegasta fyrirkomulag gjaldmiðlamála hér á landi og virðast telja að með bættri hagstjórn verði umræðan um aðild að stærra myntsvæði í raun óþörf. Bætt hagstjórn mun hins vegar ekki leysa öll þau vandamál sem tengjast sjálfstæðum gjaldmiðli á litlu myntsvæði. Enn verður það áleitin spurning hvort heppilegt sé fyrir land með jafn lítinn þjóðarbúskap og Ísland að hafa eigin gjaldmiðil. Helstu ástæður þess verða raktar hér á eftir.Margvíslegur kostnaður Eins og rakið er í skýrslu Seðlabankans fylgir því ýmis beinn og óbeinn kostnaður að hafa eigin gjaldmiðil, sérstaklega í litlu opnu hagkerfi. Þar má t.d. nefna að beinn kostnaður af því að þurfa að skipta úr einum gjaldmiðli í annan í milliríkjaviðskiptum gæti numið um 5-15 ma.kr. á hverju ári eða allt að rúmlega tíunda hluta vöru- og þjónustuafgangs síðasta árs. Er þá þjóðhagslegur kostnaður sem fylgir því að erfiðara er að nýta hagkvæmni stærðarinnar á litlu myntsvæði, t.d. við rekstur eigin greiðslumiðlunar, ekki tekinn með í reikninginn. Íslenskt fjármálakerfi er jafnframt ákaflega smátt og dýrt í rekstri. Markaðsaðilar eru fáir, velta er tiltölulega lítil og kostnaður við að stunda viðskipti er hlutfallslega hár. Þannig eru t.d. einungis þrír markaðsaðilar á gjaldeyrismarkaði og mismunur kaup- og sölutilboða (hefðbundinn mælikvarði á skilvirkni markaða) u.þ.b. tvö- til þrefalt hærri en meðal annarra þróaðra ríkja. Þetta endurspeglast í meiri gengissveiflum hér á landi og hærri innlendum vöxtum. Rannsóknir sem birtar eru í skýrslu bankans gefa þannig til kynna að álag á innlenda raunvexti gæti lækkað um 1½ prósentu við það að verða hluti af stærra myntsvæði. Það gæti að öðru óbreyttu leitt til þess að innlendur fjármagnsstofn stækkaði og landsframleiðsla á mann hækkaði varanlega um 2%. Gengissveiflur geta verið hluti af eðlilegri aðlögun hlutfallslegs verðs í kjölfar efnahagssveiflna (t.d. þegar gengi krónunnar lækkar í kjölfar efnahagsáfalls). Þær eru því ekki endilega skaðlegar í sjálfu sér og jafnvel æskilegar að því leyti sem þær endurspegla breytingar í efnahagslegum skilyrðum. Sveiflur í gengi krónunnar virðast hins vegar vera meiri en skýra má með breytingum í efnahagslegum skilyrðum þjóðarbúsins og virðast að stórum hluta sjálfsprottnar, eins og rakið er í skýrslu bankans. Slíkar sveiflur eru til þess fallnar að kynda undir óstöðugleika í stað þess að auðvelda aðlögun þjóðarbúsins að efnahagsskellum. Það sem meira er, þá benda rannsóknir til þess að slíkar gengissveiflur geri fyrirtækjum, sérstaklega litlum og meðalstórum, erfiðara um vik að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum, t.d. þar sem langur aðdragandi er að slíku aðgengi sem krefst fjárfestingar og markaðsstarfsemi sem miklar gengissveiflur geta fyrr en varir kippt grundvellinum undan. Þetta skiptir máli í litlum þjóðarbúskap eins og þeim íslenska þar sem smæð heimamarkaðarins setur stærðarhagkvæmni í framleiðslu, rekstri og markaðsstarfsemi þröngar skorður sem þátttaka í alþjóðaviðskiptum getur aflétt. Nýleg skýrsla McKinseys bendir einmitt á tiltölulega lágt framleiðnistig sem einn helsta dragbít efnahagsframfara hér á landi. Aðrar rannsóknir benda til þess að eigin gjaldmiðill geti virkað sem hindrun á innflæði beinnar erlendrar fjárfestingar. Þær sýna t.d. að í kjölfar upptöku evrunnar hafi bein erlend fjárfesting á milli evruríkjanna aukist um 30%, samrunum fyrirtækja þvert á landamæri evrusvæðisins fjölgað og fleiri alþjóðleg fyrirtæki valið að nota evrusvæðið sem starfsstöð sína. Aðild að stærra myntsvæði virðist einnig leiða til aukinna viðskipta við önnur lönd. Í skýrslu bankans er fjallað um fjölda rannsókna sem benda til þess að aðild að evrusvæðinu hafi að jafnaði leitt til varanlegrar aukningar utanríkisviðskipta. Miðað við miðgildi þessara rannsókna gæti aukningin hér á landi numið 70 ma.kr. á ári, sem samsvarar ríflega 60% vöru- og þjónustuafgangs síðasta árs. Aðrar rannsóknir benda til að auknum utanríkisviðskiptum fylgi varanleg hækkun innlends tekjustigs og miðað við ofangreinda aukningu utanríkisviðskipta og niðurstöður þessara rannsókna gæti landsframleiðsla á mann hækkað varanlega um 3%.Óljós ábati Eins og rakið er hér að ofan fylgir því nokkur kostnaður að reka eigið myntkerfi í jafn litlum þjóðarbúskap og þeim íslenska. Þennan kostnað þarf að vega á móti mögulegum ábata eigin gjaldmiðils sem unnt er að nýta til að bregðast við sértækum íslenskum efnahagsskellum, en eins og rakið er í skýrslu Seðlabankans virðist íslensk hagsveifla lítt tengd hagsveiflu annarra þróaðra ríkja sem bendir til þess að sveigjanleg gengisstefna sé heppileg fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Að mörgu leyti er hægt að hugsa sér þennan gengissveigjanleika sem tryggingu sem hægt er að virkja þegar á bjátar í þjóðarbúskapnum. Því má líta á kostnaðinn, sem lýst er að ofan, sem iðgjald tryggingarinnar. Allir eru sammála um að skynsamlegt sé að kaupa sér tryggingu gegn áföllum. Hún má hins vegar ekki kosta of mikið, sérstaklega þegar höfð er í huga ein af meginniðurstöðum skýrslu Seðlabankans að aukinn gengissveigjanleiki virðist ekki hafa dregið úr hagsveiflum í litlum ríkjum og að sveiflur í gengi krónunnar endurspegli einungis að litlu leyti aðlögun að innlendum efnahagsskellum. Krónan virðist því lítt hafa dugað til að sinna því sveiflujöfnunarhlutverki sem keypt er dýru verði. Bætt hagstjórn mun gera okkur kleift að nýta betur kosti sveigjanlegs gengis eigin gjaldmiðils og draga úr kostnaði við að reka svo smátt myntkerfi. Það breytir þó ekki því að áfram mun fylgja því nokkur kostnaður og þótt vissulega muni koma tímabil þar sem sveigjanlegt gengi getur auðveldað aðlögun í kjölfar áfalls er ábatinn til lengri tíma ekki augljós. Spurningin um krónuna verður því áfram til staðar.Höfundur er aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd bankans. Þær skoðanir sem hér koma fram þurfa ekki að endurspegla skoðanir bankans eða annarra nefndarmanna peningastefnunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Aukinn agi í hagstjórn er algengt viðkvæði í opinberri umræðu um þessar mundir enda krafan um að hemja verðbólgu og draga úr hagsveiflum hávær. Vitundarvakningu um nauðsyn aukins aga ber að fagna og er hún vonandi vísir að umbótum á þessu sviði, enda gæti öguð hagstjórn orðið ein mesta búbót fyrir íslensk heimili og fyrirtæki ef vel tekst til í þessum efnum. Umræðan nú í aðdraganda komandi kosninga gefur hins vegar tilefni til hóflegrar bjartsýni, enda virðast fáir tilbúnir til að útlista hvað nákvæmlega er átt við með auknum hagstjórnaraga. Hófleg bjartsýni virðist einnig viðeigandi þegar horft er til umræðunnar um peningastefnuna, þar sem fáir virðast í raun reiðubúnir til að stíga þau skref sem þörf er á til þess að ná verðbólgunni varanlega niður. Í kjölfar viðamikillar úttektar Seðlabanka Íslands á valkostum Íslendinga í gjaldmiðils- og gengismálum (sjá Sérrit nr. 7 og almenna samantekt á niðurstöðum hennar í 38. og 39. tölublaði Vísbendingar, september 2012) hafa sumir jafnframt sett ákall um aukinn aga í hagstjórn í samhengi við spurninguna um heppilegasta fyrirkomulag gjaldmiðlamála hér á landi og virðast telja að með bættri hagstjórn verði umræðan um aðild að stærra myntsvæði í raun óþörf. Bætt hagstjórn mun hins vegar ekki leysa öll þau vandamál sem tengjast sjálfstæðum gjaldmiðli á litlu myntsvæði. Enn verður það áleitin spurning hvort heppilegt sé fyrir land með jafn lítinn þjóðarbúskap og Ísland að hafa eigin gjaldmiðil. Helstu ástæður þess verða raktar hér á eftir.Margvíslegur kostnaður Eins og rakið er í skýrslu Seðlabankans fylgir því ýmis beinn og óbeinn kostnaður að hafa eigin gjaldmiðil, sérstaklega í litlu opnu hagkerfi. Þar má t.d. nefna að beinn kostnaður af því að þurfa að skipta úr einum gjaldmiðli í annan í milliríkjaviðskiptum gæti numið um 5-15 ma.kr. á hverju ári eða allt að rúmlega tíunda hluta vöru- og þjónustuafgangs síðasta árs. Er þá þjóðhagslegur kostnaður sem fylgir því að erfiðara er að nýta hagkvæmni stærðarinnar á litlu myntsvæði, t.d. við rekstur eigin greiðslumiðlunar, ekki tekinn með í reikninginn. Íslenskt fjármálakerfi er jafnframt ákaflega smátt og dýrt í rekstri. Markaðsaðilar eru fáir, velta er tiltölulega lítil og kostnaður við að stunda viðskipti er hlutfallslega hár. Þannig eru t.d. einungis þrír markaðsaðilar á gjaldeyrismarkaði og mismunur kaup- og sölutilboða (hefðbundinn mælikvarði á skilvirkni markaða) u.þ.b. tvö- til þrefalt hærri en meðal annarra þróaðra ríkja. Þetta endurspeglast í meiri gengissveiflum hér á landi og hærri innlendum vöxtum. Rannsóknir sem birtar eru í skýrslu bankans gefa þannig til kynna að álag á innlenda raunvexti gæti lækkað um 1½ prósentu við það að verða hluti af stærra myntsvæði. Það gæti að öðru óbreyttu leitt til þess að innlendur fjármagnsstofn stækkaði og landsframleiðsla á mann hækkaði varanlega um 2%. Gengissveiflur geta verið hluti af eðlilegri aðlögun hlutfallslegs verðs í kjölfar efnahagssveiflna (t.d. þegar gengi krónunnar lækkar í kjölfar efnahagsáfalls). Þær eru því ekki endilega skaðlegar í sjálfu sér og jafnvel æskilegar að því leyti sem þær endurspegla breytingar í efnahagslegum skilyrðum. Sveiflur í gengi krónunnar virðast hins vegar vera meiri en skýra má með breytingum í efnahagslegum skilyrðum þjóðarbúsins og virðast að stórum hluta sjálfsprottnar, eins og rakið er í skýrslu bankans. Slíkar sveiflur eru til þess fallnar að kynda undir óstöðugleika í stað þess að auðvelda aðlögun þjóðarbúsins að efnahagsskellum. Það sem meira er, þá benda rannsóknir til þess að slíkar gengissveiflur geri fyrirtækjum, sérstaklega litlum og meðalstórum, erfiðara um vik að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum, t.d. þar sem langur aðdragandi er að slíku aðgengi sem krefst fjárfestingar og markaðsstarfsemi sem miklar gengissveiflur geta fyrr en varir kippt grundvellinum undan. Þetta skiptir máli í litlum þjóðarbúskap eins og þeim íslenska þar sem smæð heimamarkaðarins setur stærðarhagkvæmni í framleiðslu, rekstri og markaðsstarfsemi þröngar skorður sem þátttaka í alþjóðaviðskiptum getur aflétt. Nýleg skýrsla McKinseys bendir einmitt á tiltölulega lágt framleiðnistig sem einn helsta dragbít efnahagsframfara hér á landi. Aðrar rannsóknir benda til þess að eigin gjaldmiðill geti virkað sem hindrun á innflæði beinnar erlendrar fjárfestingar. Þær sýna t.d. að í kjölfar upptöku evrunnar hafi bein erlend fjárfesting á milli evruríkjanna aukist um 30%, samrunum fyrirtækja þvert á landamæri evrusvæðisins fjölgað og fleiri alþjóðleg fyrirtæki valið að nota evrusvæðið sem starfsstöð sína. Aðild að stærra myntsvæði virðist einnig leiða til aukinna viðskipta við önnur lönd. Í skýrslu bankans er fjallað um fjölda rannsókna sem benda til þess að aðild að evrusvæðinu hafi að jafnaði leitt til varanlegrar aukningar utanríkisviðskipta. Miðað við miðgildi þessara rannsókna gæti aukningin hér á landi numið 70 ma.kr. á ári, sem samsvarar ríflega 60% vöru- og þjónustuafgangs síðasta árs. Aðrar rannsóknir benda til að auknum utanríkisviðskiptum fylgi varanleg hækkun innlends tekjustigs og miðað við ofangreinda aukningu utanríkisviðskipta og niðurstöður þessara rannsókna gæti landsframleiðsla á mann hækkað varanlega um 3%.Óljós ábati Eins og rakið er hér að ofan fylgir því nokkur kostnaður að reka eigið myntkerfi í jafn litlum þjóðarbúskap og þeim íslenska. Þennan kostnað þarf að vega á móti mögulegum ábata eigin gjaldmiðils sem unnt er að nýta til að bregðast við sértækum íslenskum efnahagsskellum, en eins og rakið er í skýrslu Seðlabankans virðist íslensk hagsveifla lítt tengd hagsveiflu annarra þróaðra ríkja sem bendir til þess að sveigjanleg gengisstefna sé heppileg fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Að mörgu leyti er hægt að hugsa sér þennan gengissveigjanleika sem tryggingu sem hægt er að virkja þegar á bjátar í þjóðarbúskapnum. Því má líta á kostnaðinn, sem lýst er að ofan, sem iðgjald tryggingarinnar. Allir eru sammála um að skynsamlegt sé að kaupa sér tryggingu gegn áföllum. Hún má hins vegar ekki kosta of mikið, sérstaklega þegar höfð er í huga ein af meginniðurstöðum skýrslu Seðlabankans að aukinn gengissveigjanleiki virðist ekki hafa dregið úr hagsveiflum í litlum ríkjum og að sveiflur í gengi krónunnar endurspegli einungis að litlu leyti aðlögun að innlendum efnahagsskellum. Krónan virðist því lítt hafa dugað til að sinna því sveiflujöfnunarhlutverki sem keypt er dýru verði. Bætt hagstjórn mun gera okkur kleift að nýta betur kosti sveigjanlegs gengis eigin gjaldmiðils og draga úr kostnaði við að reka svo smátt myntkerfi. Það breytir þó ekki því að áfram mun fylgja því nokkur kostnaður og þótt vissulega muni koma tímabil þar sem sveigjanlegt gengi getur auðveldað aðlögun í kjölfar áfalls er ábatinn til lengri tíma ekki augljós. Spurningin um krónuna verður því áfram til staðar.Höfundur er aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd bankans. Þær skoðanir sem hér koma fram þurfa ekki að endurspegla skoðanir bankans eða annarra nefndarmanna peningastefnunefndar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun