Spurningin um krónuna Þórarinn G. Pétursson skrifar 2. mars 2013 06:00 Aukinn agi í hagstjórn er algengt viðkvæði í opinberri umræðu um þessar mundir enda krafan um að hemja verðbólgu og draga úr hagsveiflum hávær. Vitundarvakningu um nauðsyn aukins aga ber að fagna og er hún vonandi vísir að umbótum á þessu sviði, enda gæti öguð hagstjórn orðið ein mesta búbót fyrir íslensk heimili og fyrirtæki ef vel tekst til í þessum efnum. Umræðan nú í aðdraganda komandi kosninga gefur hins vegar tilefni til hóflegrar bjartsýni, enda virðast fáir tilbúnir til að útlista hvað nákvæmlega er átt við með auknum hagstjórnaraga. Hófleg bjartsýni virðist einnig viðeigandi þegar horft er til umræðunnar um peningastefnuna, þar sem fáir virðast í raun reiðubúnir til að stíga þau skref sem þörf er á til þess að ná verðbólgunni varanlega niður. Í kjölfar viðamikillar úttektar Seðlabanka Íslands á valkostum Íslendinga í gjaldmiðils- og gengismálum (sjá Sérrit nr. 7 og almenna samantekt á niðurstöðum hennar í 38. og 39. tölublaði Vísbendingar, september 2012) hafa sumir jafnframt sett ákall um aukinn aga í hagstjórn í samhengi við spurninguna um heppilegasta fyrirkomulag gjaldmiðlamála hér á landi og virðast telja að með bættri hagstjórn verði umræðan um aðild að stærra myntsvæði í raun óþörf. Bætt hagstjórn mun hins vegar ekki leysa öll þau vandamál sem tengjast sjálfstæðum gjaldmiðli á litlu myntsvæði. Enn verður það áleitin spurning hvort heppilegt sé fyrir land með jafn lítinn þjóðarbúskap og Ísland að hafa eigin gjaldmiðil. Helstu ástæður þess verða raktar hér á eftir.Margvíslegur kostnaður Eins og rakið er í skýrslu Seðlabankans fylgir því ýmis beinn og óbeinn kostnaður að hafa eigin gjaldmiðil, sérstaklega í litlu opnu hagkerfi. Þar má t.d. nefna að beinn kostnaður af því að þurfa að skipta úr einum gjaldmiðli í annan í milliríkjaviðskiptum gæti numið um 5-15 ma.kr. á hverju ári eða allt að rúmlega tíunda hluta vöru- og þjónustuafgangs síðasta árs. Er þá þjóðhagslegur kostnaður sem fylgir því að erfiðara er að nýta hagkvæmni stærðarinnar á litlu myntsvæði, t.d. við rekstur eigin greiðslumiðlunar, ekki tekinn með í reikninginn. Íslenskt fjármálakerfi er jafnframt ákaflega smátt og dýrt í rekstri. Markaðsaðilar eru fáir, velta er tiltölulega lítil og kostnaður við að stunda viðskipti er hlutfallslega hár. Þannig eru t.d. einungis þrír markaðsaðilar á gjaldeyrismarkaði og mismunur kaup- og sölutilboða (hefðbundinn mælikvarði á skilvirkni markaða) u.þ.b. tvö- til þrefalt hærri en meðal annarra þróaðra ríkja. Þetta endurspeglast í meiri gengissveiflum hér á landi og hærri innlendum vöxtum. Rannsóknir sem birtar eru í skýrslu bankans gefa þannig til kynna að álag á innlenda raunvexti gæti lækkað um 1½ prósentu við það að verða hluti af stærra myntsvæði. Það gæti að öðru óbreyttu leitt til þess að innlendur fjármagnsstofn stækkaði og landsframleiðsla á mann hækkaði varanlega um 2%. Gengissveiflur geta verið hluti af eðlilegri aðlögun hlutfallslegs verðs í kjölfar efnahagssveiflna (t.d. þegar gengi krónunnar lækkar í kjölfar efnahagsáfalls). Þær eru því ekki endilega skaðlegar í sjálfu sér og jafnvel æskilegar að því leyti sem þær endurspegla breytingar í efnahagslegum skilyrðum. Sveiflur í gengi krónunnar virðast hins vegar vera meiri en skýra má með breytingum í efnahagslegum skilyrðum þjóðarbúsins og virðast að stórum hluta sjálfsprottnar, eins og rakið er í skýrslu bankans. Slíkar sveiflur eru til þess fallnar að kynda undir óstöðugleika í stað þess að auðvelda aðlögun þjóðarbúsins að efnahagsskellum. Það sem meira er, þá benda rannsóknir til þess að slíkar gengissveiflur geri fyrirtækjum, sérstaklega litlum og meðalstórum, erfiðara um vik að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum, t.d. þar sem langur aðdragandi er að slíku aðgengi sem krefst fjárfestingar og markaðsstarfsemi sem miklar gengissveiflur geta fyrr en varir kippt grundvellinum undan. Þetta skiptir máli í litlum þjóðarbúskap eins og þeim íslenska þar sem smæð heimamarkaðarins setur stærðarhagkvæmni í framleiðslu, rekstri og markaðsstarfsemi þröngar skorður sem þátttaka í alþjóðaviðskiptum getur aflétt. Nýleg skýrsla McKinseys bendir einmitt á tiltölulega lágt framleiðnistig sem einn helsta dragbít efnahagsframfara hér á landi. Aðrar rannsóknir benda til þess að eigin gjaldmiðill geti virkað sem hindrun á innflæði beinnar erlendrar fjárfestingar. Þær sýna t.d. að í kjölfar upptöku evrunnar hafi bein erlend fjárfesting á milli evruríkjanna aukist um 30%, samrunum fyrirtækja þvert á landamæri evrusvæðisins fjölgað og fleiri alþjóðleg fyrirtæki valið að nota evrusvæðið sem starfsstöð sína. Aðild að stærra myntsvæði virðist einnig leiða til aukinna viðskipta við önnur lönd. Í skýrslu bankans er fjallað um fjölda rannsókna sem benda til þess að aðild að evrusvæðinu hafi að jafnaði leitt til varanlegrar aukningar utanríkisviðskipta. Miðað við miðgildi þessara rannsókna gæti aukningin hér á landi numið 70 ma.kr. á ári, sem samsvarar ríflega 60% vöru- og þjónustuafgangs síðasta árs. Aðrar rannsóknir benda til að auknum utanríkisviðskiptum fylgi varanleg hækkun innlends tekjustigs og miðað við ofangreinda aukningu utanríkisviðskipta og niðurstöður þessara rannsókna gæti landsframleiðsla á mann hækkað varanlega um 3%.Óljós ábati Eins og rakið er hér að ofan fylgir því nokkur kostnaður að reka eigið myntkerfi í jafn litlum þjóðarbúskap og þeim íslenska. Þennan kostnað þarf að vega á móti mögulegum ábata eigin gjaldmiðils sem unnt er að nýta til að bregðast við sértækum íslenskum efnahagsskellum, en eins og rakið er í skýrslu Seðlabankans virðist íslensk hagsveifla lítt tengd hagsveiflu annarra þróaðra ríkja sem bendir til þess að sveigjanleg gengisstefna sé heppileg fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Að mörgu leyti er hægt að hugsa sér þennan gengissveigjanleika sem tryggingu sem hægt er að virkja þegar á bjátar í þjóðarbúskapnum. Því má líta á kostnaðinn, sem lýst er að ofan, sem iðgjald tryggingarinnar. Allir eru sammála um að skynsamlegt sé að kaupa sér tryggingu gegn áföllum. Hún má hins vegar ekki kosta of mikið, sérstaklega þegar höfð er í huga ein af meginniðurstöðum skýrslu Seðlabankans að aukinn gengissveigjanleiki virðist ekki hafa dregið úr hagsveiflum í litlum ríkjum og að sveiflur í gengi krónunnar endurspegli einungis að litlu leyti aðlögun að innlendum efnahagsskellum. Krónan virðist því lítt hafa dugað til að sinna því sveiflujöfnunarhlutverki sem keypt er dýru verði. Bætt hagstjórn mun gera okkur kleift að nýta betur kosti sveigjanlegs gengis eigin gjaldmiðils og draga úr kostnaði við að reka svo smátt myntkerfi. Það breytir þó ekki því að áfram mun fylgja því nokkur kostnaður og þótt vissulega muni koma tímabil þar sem sveigjanlegt gengi getur auðveldað aðlögun í kjölfar áfalls er ábatinn til lengri tíma ekki augljós. Spurningin um krónuna verður því áfram til staðar.Höfundur er aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd bankans. Þær skoðanir sem hér koma fram þurfa ekki að endurspegla skoðanir bankans eða annarra nefndarmanna peningastefnunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Aukinn agi í hagstjórn er algengt viðkvæði í opinberri umræðu um þessar mundir enda krafan um að hemja verðbólgu og draga úr hagsveiflum hávær. Vitundarvakningu um nauðsyn aukins aga ber að fagna og er hún vonandi vísir að umbótum á þessu sviði, enda gæti öguð hagstjórn orðið ein mesta búbót fyrir íslensk heimili og fyrirtæki ef vel tekst til í þessum efnum. Umræðan nú í aðdraganda komandi kosninga gefur hins vegar tilefni til hóflegrar bjartsýni, enda virðast fáir tilbúnir til að útlista hvað nákvæmlega er átt við með auknum hagstjórnaraga. Hófleg bjartsýni virðist einnig viðeigandi þegar horft er til umræðunnar um peningastefnuna, þar sem fáir virðast í raun reiðubúnir til að stíga þau skref sem þörf er á til þess að ná verðbólgunni varanlega niður. Í kjölfar viðamikillar úttektar Seðlabanka Íslands á valkostum Íslendinga í gjaldmiðils- og gengismálum (sjá Sérrit nr. 7 og almenna samantekt á niðurstöðum hennar í 38. og 39. tölublaði Vísbendingar, september 2012) hafa sumir jafnframt sett ákall um aukinn aga í hagstjórn í samhengi við spurninguna um heppilegasta fyrirkomulag gjaldmiðlamála hér á landi og virðast telja að með bættri hagstjórn verði umræðan um aðild að stærra myntsvæði í raun óþörf. Bætt hagstjórn mun hins vegar ekki leysa öll þau vandamál sem tengjast sjálfstæðum gjaldmiðli á litlu myntsvæði. Enn verður það áleitin spurning hvort heppilegt sé fyrir land með jafn lítinn þjóðarbúskap og Ísland að hafa eigin gjaldmiðil. Helstu ástæður þess verða raktar hér á eftir.Margvíslegur kostnaður Eins og rakið er í skýrslu Seðlabankans fylgir því ýmis beinn og óbeinn kostnaður að hafa eigin gjaldmiðil, sérstaklega í litlu opnu hagkerfi. Þar má t.d. nefna að beinn kostnaður af því að þurfa að skipta úr einum gjaldmiðli í annan í milliríkjaviðskiptum gæti numið um 5-15 ma.kr. á hverju ári eða allt að rúmlega tíunda hluta vöru- og þjónustuafgangs síðasta árs. Er þá þjóðhagslegur kostnaður sem fylgir því að erfiðara er að nýta hagkvæmni stærðarinnar á litlu myntsvæði, t.d. við rekstur eigin greiðslumiðlunar, ekki tekinn með í reikninginn. Íslenskt fjármálakerfi er jafnframt ákaflega smátt og dýrt í rekstri. Markaðsaðilar eru fáir, velta er tiltölulega lítil og kostnaður við að stunda viðskipti er hlutfallslega hár. Þannig eru t.d. einungis þrír markaðsaðilar á gjaldeyrismarkaði og mismunur kaup- og sölutilboða (hefðbundinn mælikvarði á skilvirkni markaða) u.þ.b. tvö- til þrefalt hærri en meðal annarra þróaðra ríkja. Þetta endurspeglast í meiri gengissveiflum hér á landi og hærri innlendum vöxtum. Rannsóknir sem birtar eru í skýrslu bankans gefa þannig til kynna að álag á innlenda raunvexti gæti lækkað um 1½ prósentu við það að verða hluti af stærra myntsvæði. Það gæti að öðru óbreyttu leitt til þess að innlendur fjármagnsstofn stækkaði og landsframleiðsla á mann hækkaði varanlega um 2%. Gengissveiflur geta verið hluti af eðlilegri aðlögun hlutfallslegs verðs í kjölfar efnahagssveiflna (t.d. þegar gengi krónunnar lækkar í kjölfar efnahagsáfalls). Þær eru því ekki endilega skaðlegar í sjálfu sér og jafnvel æskilegar að því leyti sem þær endurspegla breytingar í efnahagslegum skilyrðum. Sveiflur í gengi krónunnar virðast hins vegar vera meiri en skýra má með breytingum í efnahagslegum skilyrðum þjóðarbúsins og virðast að stórum hluta sjálfsprottnar, eins og rakið er í skýrslu bankans. Slíkar sveiflur eru til þess fallnar að kynda undir óstöðugleika í stað þess að auðvelda aðlögun þjóðarbúsins að efnahagsskellum. Það sem meira er, þá benda rannsóknir til þess að slíkar gengissveiflur geri fyrirtækjum, sérstaklega litlum og meðalstórum, erfiðara um vik að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum, t.d. þar sem langur aðdragandi er að slíku aðgengi sem krefst fjárfestingar og markaðsstarfsemi sem miklar gengissveiflur geta fyrr en varir kippt grundvellinum undan. Þetta skiptir máli í litlum þjóðarbúskap eins og þeim íslenska þar sem smæð heimamarkaðarins setur stærðarhagkvæmni í framleiðslu, rekstri og markaðsstarfsemi þröngar skorður sem þátttaka í alþjóðaviðskiptum getur aflétt. Nýleg skýrsla McKinseys bendir einmitt á tiltölulega lágt framleiðnistig sem einn helsta dragbít efnahagsframfara hér á landi. Aðrar rannsóknir benda til þess að eigin gjaldmiðill geti virkað sem hindrun á innflæði beinnar erlendrar fjárfestingar. Þær sýna t.d. að í kjölfar upptöku evrunnar hafi bein erlend fjárfesting á milli evruríkjanna aukist um 30%, samrunum fyrirtækja þvert á landamæri evrusvæðisins fjölgað og fleiri alþjóðleg fyrirtæki valið að nota evrusvæðið sem starfsstöð sína. Aðild að stærra myntsvæði virðist einnig leiða til aukinna viðskipta við önnur lönd. Í skýrslu bankans er fjallað um fjölda rannsókna sem benda til þess að aðild að evrusvæðinu hafi að jafnaði leitt til varanlegrar aukningar utanríkisviðskipta. Miðað við miðgildi þessara rannsókna gæti aukningin hér á landi numið 70 ma.kr. á ári, sem samsvarar ríflega 60% vöru- og þjónustuafgangs síðasta árs. Aðrar rannsóknir benda til að auknum utanríkisviðskiptum fylgi varanleg hækkun innlends tekjustigs og miðað við ofangreinda aukningu utanríkisviðskipta og niðurstöður þessara rannsókna gæti landsframleiðsla á mann hækkað varanlega um 3%.Óljós ábati Eins og rakið er hér að ofan fylgir því nokkur kostnaður að reka eigið myntkerfi í jafn litlum þjóðarbúskap og þeim íslenska. Þennan kostnað þarf að vega á móti mögulegum ábata eigin gjaldmiðils sem unnt er að nýta til að bregðast við sértækum íslenskum efnahagsskellum, en eins og rakið er í skýrslu Seðlabankans virðist íslensk hagsveifla lítt tengd hagsveiflu annarra þróaðra ríkja sem bendir til þess að sveigjanleg gengisstefna sé heppileg fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Að mörgu leyti er hægt að hugsa sér þennan gengissveigjanleika sem tryggingu sem hægt er að virkja þegar á bjátar í þjóðarbúskapnum. Því má líta á kostnaðinn, sem lýst er að ofan, sem iðgjald tryggingarinnar. Allir eru sammála um að skynsamlegt sé að kaupa sér tryggingu gegn áföllum. Hún má hins vegar ekki kosta of mikið, sérstaklega þegar höfð er í huga ein af meginniðurstöðum skýrslu Seðlabankans að aukinn gengissveigjanleiki virðist ekki hafa dregið úr hagsveiflum í litlum ríkjum og að sveiflur í gengi krónunnar endurspegli einungis að litlu leyti aðlögun að innlendum efnahagsskellum. Krónan virðist því lítt hafa dugað til að sinna því sveiflujöfnunarhlutverki sem keypt er dýru verði. Bætt hagstjórn mun gera okkur kleift að nýta betur kosti sveigjanlegs gengis eigin gjaldmiðils og draga úr kostnaði við að reka svo smátt myntkerfi. Það breytir þó ekki því að áfram mun fylgja því nokkur kostnaður og þótt vissulega muni koma tímabil þar sem sveigjanlegt gengi getur auðveldað aðlögun í kjölfar áfalls er ábatinn til lengri tíma ekki augljós. Spurningin um krónuna verður því áfram til staðar.Höfundur er aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd bankans. Þær skoðanir sem hér koma fram þurfa ekki að endurspegla skoðanir bankans eða annarra nefndarmanna peningastefnunefndar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun