Erlent

Sprengjan reyndist vera reiðhjólahjálmur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Grunur lék á að sprengja væru um borð í strætisvagni í Uppsala í Svíþjóð í dag.
Grunur lék á að sprengja væru um borð í strætisvagni í Uppsala í Svíþjóð í dag. Vísir/AFP
Grunur lék á að sprengja væri um borð í strætisvagni í Uppsala í Svíþjóð í dag. Farþegi hafði gert vagnstjóra viðvart um grunsamlegan hlut í vagninum og var sprengjusveitin samstundis kölluð til.

Strætisvagninn var rýmdur og allt helsta nærumhverfi girt af á meðan sprengjusveitin var að störfum. Fljótlega kom þó í ljós að ekki var um sprengju að ræða heldur afar sérstakan reiðhjólahjálm.

„Á honum var batterí, vírar, límband og að því er virtist byssupúður. Þetta var eins og eitthvað heimatilbúið“ sagði farþegi í samtali við sænska fjölmiðla í dag.

Lögreglan staðfesti að hjálmurinn hafi verið nokkuð furðulegur en ítrekaði þó að ekki eigi að taka neina áhættu leiki einhver grunur á sprengju.

Í síðustu viku var lögreglan kölluð til eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann fyrir utan skóla í Huskvarna. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þarna hafi verið á ferðinni karlmaður klæddur í kúrekabúning á leiðinni á grímuball.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×