Spjaldtölvur – gamalt vín á nýjum og minni belgjum? Starkaður Barkarson skrifar 18. apríl 2012 06:00 Mikið er nú rætt um byltingu í skólastarfi, byltingu sem aðeins verður möguleg með því að vopna öll skólabörn landsins spjaldtölvum. Ég hef haft viðurværi mitt seinasta áratuginn af því að hanna gagnvirkt námsefni fyrir íslenska skóla og veit sem er að spjaldtölva er einfaldlega tölva í smærri umbúðum og að app er stytting á enska orðinu applet, sem þýðir forrit – en forrit hafa jú fylgt tölvum frá upphafi. Ég veit líka að tölvur áttu að breyta skólastarfi fyrir um áratug síðan. Þannig að hér er ekkert nýtt á ferðinni, aðeins gamalt vín á nýjum og vel markaðssettum (og aðeins minni) belgjum. Ég hef fulla trú á því að (borð-, far- og spjald-) tölvur geti verið til margra hluta nytsamlegar í kennslu og námi. Þegar yfirvöld menntamála hófu að vegsama tölvur fyrir rúmum áratugi síðan hóf ég að spinna vef sem ég nefndi Stoðkennarinn. Ég lagði frá upphafi mikla áherslu á gagnvirkni og utanumhald einkunna. Ég sá fyrir mér að nemendur gætu, hver á sínum hraða, unnið stærðfræðidæmi, stafsetningaræfingar, orðaforðaverkefni og ýmislegt annað í umhverfi vefjarins og að kerfið sæi um að leiðrétta villur, leiðbeina nemendum og að halda utan um gengi hvers og eins. Þetta hlyti að slá í gegn. Allir skólar landsins hlytu að nýta sér krafta Stoðkennarans. Menntamálaráðherra myndi hringja í mig innan skamms og hvetja mig til dáða. Forseti Íslands hlyti að veita mér íslensku menntaverðlaunin. En ekkert af þessu gerðist. Hins vegar þurfti ég í mörg ár að sætta mig við laun sem voru undir íslenskum lágmarkslaunum. Ég þurfti að keppa við ríkisrekna Námsgagnastofnun um fjársvelta viðskiptavini. Ég þurfti að grátbiðja skólastjórnendur um leyfi til að kynna vefinn. Skólar virtust nefnilega, þegar fyrir hrun, flestir vera afar fjárvana. Aðrir kvörtuðu undan lélegum tölvukosti (og gera enn). Ég hafði reyndar séð það fyrir og því lagt áherslu á að vefurinn gæti gagnast sem heimanámstæki – en þá var viðkvæðið stundum það að heimanám væri að detta úr tísku. Foreldrum fyndist það kvöð. Auðvitað hefur ekki allt unnið á móti Stoðkennaranum. Hann náði að endingu athygli styrkveitenda. Og sumir kennarar tóku strax við sér og hafa nýtt sér vefinn frá upphafi. Stoðkennarinn hefur skráð hátt í milljón einkunnir til bókar seinustu árin og er í stöðugri þróun. En vefurinn gæti verið miklu betri og stærri ef honum væri búið sómasamlegt rekstrarumhverfi. Í ljósi alls þessa set ég stórt spurningarmerki við allar þær raddir sem boða byltingu í skólastarfi með spjaldtölvur að vopni. Norðlingaskóli hefur nýtt tölvur til kennslu seinustu ár og innan raða kennarahópsins eru aðilar sem þora að horfa til framtíðar opnum huga. Þeir eru nú að prófa spjaldtölvur með nemendum sínum og er það gott. Í kjölfarið þarf að fara yfir þá reynslu með gagnrýnum huga. Ekki skal afgreiða þá kennara sem efast sem afturhaldsöm gamalmenni. Markmið náms hefur ekki breyst þótt tölvufyrirtæki úti í heimi hafi ákveðið að pakka tækninni inn í minni umbúðir og gefa iNafn. Eðli nemenda og kennara hefur ekki heldur breyst. Náttúran er söm við sig, tilvistarspurningarnar svipaðar og vandamál unglinga svo til óbreytt stærð. Og varla hefur fjárhagsstaða ríkis og skóla tekið stakkaskiptum. Það þarf ekki aðeins að kaupa spjaldtölvur fyrir alla. Það þarf að halda þeim við, kaupa nýjar og kaupa forrit. Forritarar eru eftirsóttur starfskraftur og mér er spurn hver þeirra ætlar að sætta sig við helminginn af þeim tekjum sem fyrirtækin bjóða og hanna vönduð forrit fyrir íslenska skóla. Eða ætlar menntamálaráðuneytið af alvöru að setja orku og fjármagn í þróun námsgagna fyrir tölvur? Um allt þetta þarf að hugsa vel og vandlega. Og við megum líka vera græn og velta fyrir okkur áhrifum spjaldtölvuvæðingar skóla á náttúruna. Eða á upplifun, þroska og samskiptafærni nemenda. En einkum þurfum við að velta fyrir okkur hvert er stefnt með námi, hver markmiðin eru og hvort spjaldtölvuvæðing nemenda sé rétta leiðin að því markmiði. Það getur vel verið að svarið sé játandi. En við höfum ekki enn unnið okkur í gegnum allar spurningarnar til að staðhæfa að svo sé. Og ef svarið er játandi þá þarf heldur betur að gera gagngera breytingu á íslensku skólaumhverfi, áherslum ráðamanna, fjárframlögum til skóla, endurmenntun kennara og síðast en ekki síst að sjá til þess að vandað námsefni sé á boðstólum – því spjaldtölva án innihalds er lítils virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Mikið er nú rætt um byltingu í skólastarfi, byltingu sem aðeins verður möguleg með því að vopna öll skólabörn landsins spjaldtölvum. Ég hef haft viðurværi mitt seinasta áratuginn af því að hanna gagnvirkt námsefni fyrir íslenska skóla og veit sem er að spjaldtölva er einfaldlega tölva í smærri umbúðum og að app er stytting á enska orðinu applet, sem þýðir forrit – en forrit hafa jú fylgt tölvum frá upphafi. Ég veit líka að tölvur áttu að breyta skólastarfi fyrir um áratug síðan. Þannig að hér er ekkert nýtt á ferðinni, aðeins gamalt vín á nýjum og vel markaðssettum (og aðeins minni) belgjum. Ég hef fulla trú á því að (borð-, far- og spjald-) tölvur geti verið til margra hluta nytsamlegar í kennslu og námi. Þegar yfirvöld menntamála hófu að vegsama tölvur fyrir rúmum áratugi síðan hóf ég að spinna vef sem ég nefndi Stoðkennarinn. Ég lagði frá upphafi mikla áherslu á gagnvirkni og utanumhald einkunna. Ég sá fyrir mér að nemendur gætu, hver á sínum hraða, unnið stærðfræðidæmi, stafsetningaræfingar, orðaforðaverkefni og ýmislegt annað í umhverfi vefjarins og að kerfið sæi um að leiðrétta villur, leiðbeina nemendum og að halda utan um gengi hvers og eins. Þetta hlyti að slá í gegn. Allir skólar landsins hlytu að nýta sér krafta Stoðkennarans. Menntamálaráðherra myndi hringja í mig innan skamms og hvetja mig til dáða. Forseti Íslands hlyti að veita mér íslensku menntaverðlaunin. En ekkert af þessu gerðist. Hins vegar þurfti ég í mörg ár að sætta mig við laun sem voru undir íslenskum lágmarkslaunum. Ég þurfti að keppa við ríkisrekna Námsgagnastofnun um fjársvelta viðskiptavini. Ég þurfti að grátbiðja skólastjórnendur um leyfi til að kynna vefinn. Skólar virtust nefnilega, þegar fyrir hrun, flestir vera afar fjárvana. Aðrir kvörtuðu undan lélegum tölvukosti (og gera enn). Ég hafði reyndar séð það fyrir og því lagt áherslu á að vefurinn gæti gagnast sem heimanámstæki – en þá var viðkvæðið stundum það að heimanám væri að detta úr tísku. Foreldrum fyndist það kvöð. Auðvitað hefur ekki allt unnið á móti Stoðkennaranum. Hann náði að endingu athygli styrkveitenda. Og sumir kennarar tóku strax við sér og hafa nýtt sér vefinn frá upphafi. Stoðkennarinn hefur skráð hátt í milljón einkunnir til bókar seinustu árin og er í stöðugri þróun. En vefurinn gæti verið miklu betri og stærri ef honum væri búið sómasamlegt rekstrarumhverfi. Í ljósi alls þessa set ég stórt spurningarmerki við allar þær raddir sem boða byltingu í skólastarfi með spjaldtölvur að vopni. Norðlingaskóli hefur nýtt tölvur til kennslu seinustu ár og innan raða kennarahópsins eru aðilar sem þora að horfa til framtíðar opnum huga. Þeir eru nú að prófa spjaldtölvur með nemendum sínum og er það gott. Í kjölfarið þarf að fara yfir þá reynslu með gagnrýnum huga. Ekki skal afgreiða þá kennara sem efast sem afturhaldsöm gamalmenni. Markmið náms hefur ekki breyst þótt tölvufyrirtæki úti í heimi hafi ákveðið að pakka tækninni inn í minni umbúðir og gefa iNafn. Eðli nemenda og kennara hefur ekki heldur breyst. Náttúran er söm við sig, tilvistarspurningarnar svipaðar og vandamál unglinga svo til óbreytt stærð. Og varla hefur fjárhagsstaða ríkis og skóla tekið stakkaskiptum. Það þarf ekki aðeins að kaupa spjaldtölvur fyrir alla. Það þarf að halda þeim við, kaupa nýjar og kaupa forrit. Forritarar eru eftirsóttur starfskraftur og mér er spurn hver þeirra ætlar að sætta sig við helminginn af þeim tekjum sem fyrirtækin bjóða og hanna vönduð forrit fyrir íslenska skóla. Eða ætlar menntamálaráðuneytið af alvöru að setja orku og fjármagn í þróun námsgagna fyrir tölvur? Um allt þetta þarf að hugsa vel og vandlega. Og við megum líka vera græn og velta fyrir okkur áhrifum spjaldtölvuvæðingar skóla á náttúruna. Eða á upplifun, þroska og samskiptafærni nemenda. En einkum þurfum við að velta fyrir okkur hvert er stefnt með námi, hver markmiðin eru og hvort spjaldtölvuvæðing nemenda sé rétta leiðin að því markmiði. Það getur vel verið að svarið sé játandi. En við höfum ekki enn unnið okkur í gegnum allar spurningarnar til að staðhæfa að svo sé. Og ef svarið er játandi þá þarf heldur betur að gera gagngera breytingu á íslensku skólaumhverfi, áherslum ráðamanna, fjárframlögum til skóla, endurmenntun kennara og síðast en ekki síst að sjá til þess að vandað námsefni sé á boðstólum – því spjaldtölva án innihalds er lítils virði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar