Spítalinn verður ekki byggður nema annað verði skorið niður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. september 2014 11:48 Bjarni sagði ekki vilja til að byggja spítala ef það hefði í för með sér hallarekstur á ríkissjóði. Fjárfesting í nýjum spítala nemur 60-80 milljörðum. Vísir / Ernir Ekki kemur til greina að ráðast í byggingu nýs Landspítala ef það hefur í för með sér hallarekstur á ríkissjóði. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar var hann spurður út í byggingu nýs spítala.Samstaða um að setja málið í forgang Bjarni sagðist telja að breið pólitísk samstaða væri um að hafa málið í forgangi. Benti hann á að búið væri að taka ákvörðun um hvar spítalinn ætti að rísa og á hvaða grunni sú vinna ætti að fara fram sem framundan er. Það væri hinsvegar ekki búið að finna út hvernig forgangsraða mætti fjármunum til að tryggja að hægt væri að ráðast í bygginguna. „Með lögum um byggingu nýs spítala var í sjálfu sér tekin afstaða til þess hvernig ætti að fjármagna spítala en síðasta kjörtímabil virtist ekki nýtast í margt annað heldur en að ákveða hvort að það væri í lagi að framkvæmdin yrði að einhverju leiti einkaframkvæmd eða hvort hún þyrfti örugglega bara að vera opinber,“ sagði Bjarni og benti á að niðurstaðan hafi verið að hún ætti að vera opinber.Ekki svigrúm í áætlunum Talið er að fjárfesting í nýjum spítala nemi á bilinu 60 til 80 milljörðum króna. Ekki er svigrúm fyrir fjárfestingu af þeirri stærðargráðu í langtímaáætlun stjórnvalda um ríkisfjármál. „En við erum um þessar mundir að leggjast yfir það ásamt velferðarráðuneytinu, og þá heilbrigðisráðherra sérstaklega, í mínu ráðuneyti með hvaða hætti við gætum forgangsraðað fjármunum í þágu þessa verkefni,“ sagði Bjarni. Í svarinu sagði hann að bygging spítalans væri eitt af stóru málunum sem stjórnvöld vildu vinna að á næstu árum. „Við hinsvegar höfum ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði hann. Alþingi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Ekki kemur til greina að ráðast í byggingu nýs Landspítala ef það hefur í för með sér hallarekstur á ríkissjóði. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar var hann spurður út í byggingu nýs spítala.Samstaða um að setja málið í forgang Bjarni sagðist telja að breið pólitísk samstaða væri um að hafa málið í forgangi. Benti hann á að búið væri að taka ákvörðun um hvar spítalinn ætti að rísa og á hvaða grunni sú vinna ætti að fara fram sem framundan er. Það væri hinsvegar ekki búið að finna út hvernig forgangsraða mætti fjármunum til að tryggja að hægt væri að ráðast í bygginguna. „Með lögum um byggingu nýs spítala var í sjálfu sér tekin afstaða til þess hvernig ætti að fjármagna spítala en síðasta kjörtímabil virtist ekki nýtast í margt annað heldur en að ákveða hvort að það væri í lagi að framkvæmdin yrði að einhverju leiti einkaframkvæmd eða hvort hún þyrfti örugglega bara að vera opinber,“ sagði Bjarni og benti á að niðurstaðan hafi verið að hún ætti að vera opinber.Ekki svigrúm í áætlunum Talið er að fjárfesting í nýjum spítala nemi á bilinu 60 til 80 milljörðum króna. Ekki er svigrúm fyrir fjárfestingu af þeirri stærðargráðu í langtímaáætlun stjórnvalda um ríkisfjármál. „En við erum um þessar mundir að leggjast yfir það ásamt velferðarráðuneytinu, og þá heilbrigðisráðherra sérstaklega, í mínu ráðuneyti með hvaða hætti við gætum forgangsraðað fjármunum í þágu þessa verkefni,“ sagði Bjarni. Í svarinu sagði hann að bygging spítalans væri eitt af stóru málunum sem stjórnvöld vildu vinna að á næstu árum. „Við hinsvegar höfum ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði hann.
Alþingi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira