Lífið

Spilaðu Pac-Man á íslenskum götum

Bjarki Ármannsson skrifar
Hér má sjá Pac-Man og félaga í Skaftahlíðinni í Reykjavík.
Hér má sjá Pac-Man og félaga í Skaftahlíðinni í Reykjavík.
Notendur Google Maps vefþjónustunnar hafa ef til vill tekið eftir nýjum möguleika sem síðan hefur boðið upp á í dag. Með því að ýta á glugga sem birtist neðarlega í vinstra horninu þegar götukort eru skoðuð, breytist kortið skyndilega í sígilda tölvuleikinn Pac-Man.

Hægt er að spila leikinn á hvaða götukorti sem er. Til að mynda er hægt að láta Pac-Man flýja erkióvini sína, draugana fjóra, upp og niður íslenskar götur.

Ekki er vitað fyrir víst hvers vegna boðið er upp á þessa skemmtilegu nýjung í dag, en uppátækið hefur vakið athygli víða um heim. Mögulega tengist þetta á einhvern hátt aprílgabbi, þó fyrsti apríl renni ekki upp fyrr en á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×