Handbolti

Spánverjar komnir með nýjan landsliðsþjálfara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ribera náði góðum árangri með brasilíska landsliðið.
Ribera náði góðum árangri með brasilíska landsliðið. vísir/getty
Spænska handboltalandsliðið er komið með nýjan þjálfara.

Sá heitir Jordi Ribera, 53 ára gamall Katalóni, sem hefur undanfarin ár þjálfað brasilíska landsliðið með góðum árangri.

Ribera var áður m.a. við stjórnvölinn hjá spænsku félagsliðunum Bidasoa og Ademar León.

Ribera tekur við spænska landsliðinu af Manolo Cadanes sem hætti í kjölfar þess að Spánverjum mistókst að komast á Ólympíuleikana í Ríó.

Fyrsta verkefni Ribera eru leikir gegn Bosníu og Finnlandi í undankeppni EM 2018 í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×