Fótbolti

Spánverjar komnir á EM | Vonir Svartfellinga úr sögunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cazorla skoraði tvívegis gegn Lúxemborg.
Cazorla skoraði tvívegis gegn Lúxemborg. vísir/getty
Evrópumeistarar Spánverja tryggðu sér sæti í lokakeppni EM 2016 með öruggum 4-0 sigri á Lúxemborg í C-riðli undankeppninnar í kvöld.

Santi Cazorla og Paco Alcácer skoruðu tvö mörk hvor fyrir Spán sem er búinn að tryggja sér 1. sætið í riðlinum.

Slóvakía og Úkranía berjast um 2. sætið en bæði lið eru með 19 stig fyrir lokaumferðina.

Úkraínumenn unnu Makedóníu 0-2 á útivelli í kvöld á meðan Slóvakar töpuðu 0-1 fyrir Hvíta-Rússlandi á heimavelli.

Slóvakar eru í 2. sætinu sökum betri árangurs í innbyrðis viðureignum gegn Úkraínumönnum. Slóvakar mæta Lúxemborg í lokaumferðinni á meðan Úkraína fær Spán í heimsókn.

Svíar eiga enn möguleika á að ná 2. sætinu í G-riðli en þeir unnu 0-2 sigur á Lichtenstein í kvöld. Svíþjóð er með 15 stig í 3. sætinu, tveimur stigum á eftir Rússlandi sem vann 1-2 sigur á Moldóvu.

Svíar taka á móti Moldóvu í lokaumferðinni á meðan Rússar fá Svartfjallaland í heimsókn.

Austurríkismenn gerðu út um vonir Svartfellinga um að ná 3. sætinu í G-riðli með 2-3 sigri í Podgorica í kvöld. Austurríkismenn eru þegar komnir á EM en þeir eru með 25 stig á toppi riðilsins.

C-riðill:

Spánn 4-0 Lúxemborg

1-0 Santi Cazorla (42.), 2-0 Paco Alcácer (67.), 3-0 Alcácer (80.), 4-0 Cazorla (85.).

Makedónía 0-2 Úkranía

0-1 Yevhen Seleznyov, víti (59.), 0-2 Artem Kravets (87.).

Slóvakía 0-1 Hvíta-Rússland

0-1 Stanislav Dragun (34.).

G-riðill:

Lichtenstein 0-2 Svíþjóð

0-1 Marcus Berg (18.), 0-2 Zlatan Ibrahimović (55.).

Moldóva 1-2 Rússland

0-1 Sergei Ignashevich (58.), 0-2 Artem Dzyuba (78.), 1-2 Eugeniu Cebotaru (85.).

Svartfjallaland 2-3 Austurríki

1-0 Mirko Vučinić (32.), 1-1 Marc Janko (55.), 2-1 Fatos Bećiraj (68.), 2-2 Marko Arnautovic (81.), 2-3 Marcel Sabitzer (90+2).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×