Viðskipti innlent

Spáir nær óbreyttri verðbólgu í desember

Greining Arion banka spáir því að ársverðbólgan í desember verði nær óbreytt frá þessum mánuði eða 5,1%. Verðbólgan mældist 5,2% í nóvember.

Í Markaðspunktum greiningarinnar segir að búast megi við heldur tíðindalitlum desember en ýmis teikn séu á lofti um breytingar á verðbólgunni á næstu mánuðum. Þannig reiknar greiningin með að verðbólgan í janúar muni hækka í 5,6% en fari síðan lækkandi á næstu mánuðum þar á eftir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×