SUNNUDAGUR 31. JÚLÍ NÝJAST 23:41

Ný löggjöf neyđir fólk til ađ plćgja akra Venesúela

FRÉTTIR

Southampton hélt hreinu í fimmta leiknum í röđ | Myndband

 
Enski boltinn
19:30 06. FEBRÚAR 2016
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Southampton hélt hreinu í fimmta deildarleiknum í röð þegar liðið vann 1-0 sigur á West Ham á heimavelli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Japaninn Maya Yoshida skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu. Victor Wanyama fékk að líta rauða spjaldið á 54. mínútu fyrir groddaralega tæklingu á Dimitri Payet og því voru Dýrlingarnir einum manni færri síðustu 36 mínútur leiksins.

Markið og rauða spjaldið má sjá í spilaranum hér að ofan.

West Ham var miklu meira með boltann í seinni hálfleik en tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. Vörn Southampton var sterk og Fraiser Forster öruggur í markinu.

Southampton hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og er í 7. sæti deildarinnar með 37 stig, tveimur stigum á eftir West Ham sem er í 6. sætinu.


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Southampton hélt hreinu í fimmta leiknum í röđ | Myndband
Fara efst