Sport

Sonur Mayweather kallar pabba sinn heigul

Feðgarnir þegar allt lék í lyndi.
Feðgarnir þegar allt lék í lyndi. vísir/getty
Floyd Mayweather Jr. er kannski ríkasti íþróttamaður heims en honum gengur ekkert allt of vel í uppeldinu.

14 ára gamall sonur hans, Koraun Mayweather, hefur nú stigið fram og kallað föður sinn heigul fyrir að viðurkenna ekki að hafa lamið móður hans árið 2010.

Mayweather gekk ansi hraustlega í skrokk á Josie Harris það herrans ár og Koraun varð vitni að árásinni. Hann hringdi síðan í lögregluna.

„Hann er heigull fyrir að gangast ekki við þessum barsmíðum. Við vitum öll hvað gekk á," sagði Koraun en hann fór í viðtal með leyfi móður sinnar.

Hann eyðir enn tíma með föður sínum þó svo hann sé ekki spenntur fyrir því.

„Við horfum bara á myndir eða förum í keilu. Mér finnst hnefaleikar leiðinlegir."

Pabbinn hefur ekki enn brugðist við þessu viðtali.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×