Söluferli Sjóvár á lokastigum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2010 18:54 Söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá er nú á lokasprettinum en aðeins vantar samþykki Seðlabankans. Kaupendur eru Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Valfells, lífeyrissjóðir, Arion banki og fleiri fjárfestar. Vorið 2009 óskaði skilanefnd Glitnis eftir því við helstu kröfuhafa eignarhaldsfélaga Sjóvár að staðið yrði sameiginlega að aðgerðum til að bjarga tryggingarhluta Sjóvár frá gjaldþroti. Kröfuhafarnir, sem voru dótturfélag skilanefndar Glitnis, Íslandsbanki og ríkissjóður lögðu félaginu til aukið eigið fé og þannig komst það í þeirra eigu. Hlutur ríkissjóðs var svo færður inn í Eignasafn Seðlabankans, sem er að fullu í eigu Seðlabanka Íslands, en íslenska ríkið setti samtals ellefu milljarða króna til að tryggja rekstur Sjóvár á síðasta ári. Eignarhaldinu á Sjóvá er þannig háttað í dag að Eignasafn Seðlabanka Íslands á 73 prósenta hlut, Íslandsbanki á 9,3 prósent og SAT eignarhaldsfélag skilanefndar Glitnis á 17,7 prósent. Undanfarna níu mánuði hefur verið unnið að söluferli Sjóvár og að undangengnum viðræðum stóð einn hópur fjárfesta eftir sem líklegur kaupandi, en þetta var tilkynnt í mars síðastliðnum, fyrir rúmum sex mánuðum síðan. Um er að ræða hóp fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar. Með Heiðari Má eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Ársæll Valfells, Stefnir, eignastýringarfyrirtæki Arion banka og systkinin Guðmundur Jónsson og Berglind Jónsdóttir. Guðmundur og Berglind áttu áður útgerðarfyrirtækið Sjóla í Hafnarfirði. Þá áttu þau útgerðarfélag í Afríku sem þau seldu Samherja fyrir þremur árum með miklum hagnaði. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru þau systkinin aðallega með fjárfestingar erlendis og fóru því ekki illa út úr bankahruninu hér heima. Meðal þeirra sem fjárfesta í gegnum Stefni eru fjölmargir lífeyrissjóðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Íslandsbanki samþykkt að selja sinn hlut, en beðið er eftir samþykki Seðlabankans, en bankinn mun funda með tilboðsgjöfum á morgun. Í raun og veru þarf aðeins undirskrift Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, til að klára samninginn. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur skilanefnd Glitnis ekki áhuga á að selja sinn hlut. Kaupverð á Sjóvá hefur ekki fengist upp gefið. Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá er nú á lokasprettinum en aðeins vantar samþykki Seðlabankans. Kaupendur eru Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Valfells, lífeyrissjóðir, Arion banki og fleiri fjárfestar. Vorið 2009 óskaði skilanefnd Glitnis eftir því við helstu kröfuhafa eignarhaldsfélaga Sjóvár að staðið yrði sameiginlega að aðgerðum til að bjarga tryggingarhluta Sjóvár frá gjaldþroti. Kröfuhafarnir, sem voru dótturfélag skilanefndar Glitnis, Íslandsbanki og ríkissjóður lögðu félaginu til aukið eigið fé og þannig komst það í þeirra eigu. Hlutur ríkissjóðs var svo færður inn í Eignasafn Seðlabankans, sem er að fullu í eigu Seðlabanka Íslands, en íslenska ríkið setti samtals ellefu milljarða króna til að tryggja rekstur Sjóvár á síðasta ári. Eignarhaldinu á Sjóvá er þannig háttað í dag að Eignasafn Seðlabanka Íslands á 73 prósenta hlut, Íslandsbanki á 9,3 prósent og SAT eignarhaldsfélag skilanefndar Glitnis á 17,7 prósent. Undanfarna níu mánuði hefur verið unnið að söluferli Sjóvár og að undangengnum viðræðum stóð einn hópur fjárfesta eftir sem líklegur kaupandi, en þetta var tilkynnt í mars síðastliðnum, fyrir rúmum sex mánuðum síðan. Um er að ræða hóp fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar. Með Heiðari Má eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Ársæll Valfells, Stefnir, eignastýringarfyrirtæki Arion banka og systkinin Guðmundur Jónsson og Berglind Jónsdóttir. Guðmundur og Berglind áttu áður útgerðarfyrirtækið Sjóla í Hafnarfirði. Þá áttu þau útgerðarfélag í Afríku sem þau seldu Samherja fyrir þremur árum með miklum hagnaði. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru þau systkinin aðallega með fjárfestingar erlendis og fóru því ekki illa út úr bankahruninu hér heima. Meðal þeirra sem fjárfesta í gegnum Stefni eru fjölmargir lífeyrissjóðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Íslandsbanki samþykkt að selja sinn hlut, en beðið er eftir samþykki Seðlabankans, en bankinn mun funda með tilboðsgjöfum á morgun. Í raun og veru þarf aðeins undirskrift Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, til að klára samninginn. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur skilanefnd Glitnis ekki áhuga á að selja sinn hlut. Kaupverð á Sjóvá hefur ekki fengist upp gefið.
Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira