Fótbolti

Sólar fleiri en Robben, Hazard og Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karim Bellarabi.
Karim Bellarabi. Vísir/AFP
Hann gæti verið á leiðinni til Manchester United en auk United hafa ensku stórliðin Arsenal, Liverpool og Chelsea áhuga á að fá þennan leikmann sem hefur slegið í gegn hjá Leverkusen í þýsku deildinni í vetur.

Karim Bellarabi er 24 ára gamall sem stóð sig vel á láni hjá Eintracht Braunschweig í fyrra en hefur heldur betur fylgt því eftir með frábæru tímabili með Bayer Leverkusen þar sem hann er með 9 mörk og 6 stoðsendingar í 23 leikjum.

Þessi skemmtilegri vængmaður skákar líka öllum öðrum leikmönnum á einum lista. Bellarabi er nefnilega í efsta sæti yfir þá leikmenn sem hafa oftast reynt að sóla menn í leik í stærstu deildunum í Evrópu.

Karim Bellarabi er með 5,4 hlaup í leik þar sem hann sólar einn eða fleiri leikmann í leiðinni. Næstu menn á listanum eru þeir Arjen Robben (4,7 í leik), Eden Hazard (4,6 í leik) og Lionel Messi (4,6 í leik).

Það vekur athygli að Cristiano Ronaldo kemst hvergi nærri efstu mönnum á þessum lista en hann er aðeins í 150. sæti með 1,5 einleikshlaup í leik. Gareth Bale (2,5 í leik) og Isco er báðir fyrir ofan hann hjá Real Madrid.

Það er upplýsingasíðan "Who Scored" sem hefur tekið þessa tölfræði saman á þessu tímabili.

Flest einleikshlaup í stærstu deildum Evrópu:

1. Karim Bellarabi, Bayer Leverkusen 5,4 að meðaltali í leik

2. Arjen Robben, Bayer München 4,7

3. Eden Hazard, Chelsea 4,6

4. Lionel Messi, Barcelona 4,6

5. Roberto Firmino, Hoffenheim 4,2

6. Franck Ribéry, Bayer München 3,9

7. Eric Choupo-Moting, Schalke 04 3,8

8. Alex Oxlade-Chamberlain, Arsenal 3,8

9. Victor Moses, Stoke City 3,7

10. Alexis Sánchez, Arsenal 3,5




Fleiri fréttir

Sjá meira


×