Sögulegt skref í heimsviðskiptum Stefán Haukur Jóhannesson skrifar 22. desember 2011 06:00 Niðurstaða samninga um aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (World Trade Organisation – WTO) var samþykkt á ráðherrafundi föstudaginn 16. desember sl. Þar með lauk erfiðum og flóknum samningum en undirritaður hafði það hlutverk að leiða þessar viðræður síðustu átta árin af alls átján sem viðræðurnar tóku. Innganga Rússa er markvert skref fyrir alþjóðaviðskipti. Rússland er síðasta stóra hagkerfið sem enn stendur fyrir utan WTO en við aðild munu um 97% heimsviðskiptanna heyra undir reglur stofnunarinnar. Aðildarríkin fá mun betri og tryggari aðgang að mörkuðum Rússlands á jafnræðisgrundvelli og rússnesk fyrirtæki fá aðgang til jafns við fyrirtæki annarra aðildarríkja á erlendum mörkuðum í samræmi við reglur WTO. Í þessu felst gagnkvæmur hagur. Sæti við borðiðÍ WTO undirgengst Rússland eins og önnur ríki stofnunarinnar ýmsar skyldur en einnig felast í aðild ýmis réttindi og ávinningur. Rússland fær sæti við borðið við hlið Íslands og annarra aðildarríkja þar sem alþjóðlegar viðskiptareglur eru mótaðar og ákvarðanir eru teknar. Leikreglur WTO miða að því að skapa festu, öryggi og fyrirsjáanleika í heimsviðskiptum, stuðla að auknu frelsi í milliríkjaverslun og samkeppni með opnun markaða fyrir vörur og þjónustu. Markmiðið er að örva þannig fjárfestingu, atvinnusköpun og viðskipti almennt og stuðla að sjálfbærri þróun. Að þessu er unnið með samningum og reglum sem setja t.d. vissar skorður við álagningu tolla, notkun ríkisstyrkja og tæknilegra viðskiptahindrana auk þess sem stuðlað er að vernd hugverka. Jafnræðisregla og gagnsæi eru grunnreglur sem koma í veg fyrir að ríkjum og fyrirtækjum sé mismunað að geðþótta. Aðildarríki skal veita öllum aðildarríkjum sama markaðsaðgang fyrir vöru og þjónustu (svonefnd bestu-kjara regla), enda þótt ríkjum sé jafnframt heimilt að gera fríverslunarsamninga sín í milli sem veiti betri aðgang. Síðast en ekki síst geta aðildarríkin leitað úrlausnar WTO á viðskiptadeilum og fengið niðurstöðu sem er bindandi fyrir aðila máls. Með því er stuðlað að aðhaldi og festu á viðskiptasviðinu þar sem allar þjóðir sitja við sama borð og alþjóðareglur gilda í stað aflsmunar. Það er afar mikilvægt fyrir ríki eins og Ísland. Bætt viðskiptakjör fyrir íslenskar vörur og þjónustuViðskipti Íslands og Rússlands byggja á gömlum merg og hefur Ísland einkum flutt út sjávarafurðir, en síðari ár einnig iðnaðarvörur og landbúnaðarvörur, þó í mun minna mæli. Heildarútflutningur til Rússlands nam um 11,6 milljörðum króna árið 2010. Þar af var um helmingur makríll og fjórðungur síld og karfi. Hvað varðar þjónustuviðskipti nam útflutningur frá Íslandi til Rússlands árið 2009 alls rúmlega 4,2 milljörðum króna og innflutningur 460,8 milljónum króna. Aðild Rússlands að WTO hefur margvísleg jákvæð áhrif á viðskipti Íslands og Rússlands. Svo dæmi séu tekin þá lækka tollar á ýmsar sjávarafurðir um 70%. Tollur á heilfrystum makríl lækkar úr 10% í 3%, tollur á heilfrystum karfa úr 10% í 6% og tollar á heilfrystri síld, frystum síldarflökum og samflökum úr 10% í 3%. Þetta eru mikilvægustu útflutningsvörur Íslands til Rússlands í dag. Tollar á aðrar sjávarafurðir munu í flestum tilfellum verða á bilinu 3-8%. Rússar fá tvö til fjögur ár til að framkvæma þessar tollalækkanir. Hvað iðnaðarvörur varðar þá lækkar t.d. tollur á tækjabúnaði til matvælaframleiðslu úr 10% í 5-7% og í einhverjum tilvikum í 3%, á tveggja til þriggja ára aðlögunartímabili. Tollur á fiskikerum lækkar úr 20% í 6,5%. Ennfremur mun Rússland skuldbinda sig til þess að lækka tolla á lyfjum, sem nú eru almennt á bilinu 10-15%, niður í 3-6,5%, en fær tveggja til fjögurra ára aðlögunartímabil til að framkvæma þá lækkun. Tollar á öllum öðrum iðnaðarvörum lækka einnig verulega. Landbúnaðarvörur fara ekki varhluta af tollalækkunum en t.d. munu tollar á lambakjöti lækka um 40% (úr 25% í 15% að loknu aðlögunartímabili). Hvað varðar þjónustuviðskipti tekur Rússland á sig skuldbindingar m.a. á sviði viðskiptaþjónustu (t.d. verkfræðiþjónustu), fjarskiptaþjónustu, byggingarþjónustu, umhverfisþjónustu, fjármálaþjónustu, ferðaþjónustu, sjóflutninga o.fl. Með því er aðildarríkjum WTO, þ. á m. Íslandi, tryggður markaðsaðgangur til Rússlands á ýmsum sviðum þjónustuviðskipta á grundvelli reglna WTO sem veitir þjónustuveitendum aukið réttaröryggi á rússneska markaðnum. Einnig má nefna að við aðild gengst Rússland undir samning WTO um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna. Samningnum er ætlað að torvelda að heilbrigðisreglum sé beitt sem duldum viðskiptahindrunum en slíkt er mikilvægt hagsmunamál fyrir útflutningsríki á matvælum eins og Ísland. EFTA-ríkin hafa þegar hafið fríverslunarviðræður við Rússland og þegar þeim lýkur mun rússneski markaðurinn opnast enn frekar fyrir íslenskar útflutningsvörur. ESB-ríkin horfa einnig hýru auga til frekara samstarfs við Rússland. Litið til framtíðarVið aðild Rússlands að WTO lýkur 18 ára samningaferli sem reyndi oft og tíðum á alla aðila. Um leið markar aðildin upphaf að nýjum og spennandi tímum þar sem Rússland og rússneskt efnahagslíf verða fullir þátttakendur í alþjóðlega viðskiptakerfinu. Það verður fróðlegt að sjá í framkvæmd hvaða áhrif þetta skref mun hafa í Rússlandi og á heimsmarkaði. Á erfiðum tímum í efnahagsmálum er afturhvarf til verndarhyggju freisting sem erfitt getur verið að standast. Hvað Rússlandi viðvíkur þá er ljóst að landið hefur veðjað gegn þeirri leið út úr vandanum. Þvert á móti heldur Rússland ótrautt áfram í átt að auknu frjálsræði í viðskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Niðurstaða samninga um aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (World Trade Organisation – WTO) var samþykkt á ráðherrafundi föstudaginn 16. desember sl. Þar með lauk erfiðum og flóknum samningum en undirritaður hafði það hlutverk að leiða þessar viðræður síðustu átta árin af alls átján sem viðræðurnar tóku. Innganga Rússa er markvert skref fyrir alþjóðaviðskipti. Rússland er síðasta stóra hagkerfið sem enn stendur fyrir utan WTO en við aðild munu um 97% heimsviðskiptanna heyra undir reglur stofnunarinnar. Aðildarríkin fá mun betri og tryggari aðgang að mörkuðum Rússlands á jafnræðisgrundvelli og rússnesk fyrirtæki fá aðgang til jafns við fyrirtæki annarra aðildarríkja á erlendum mörkuðum í samræmi við reglur WTO. Í þessu felst gagnkvæmur hagur. Sæti við borðiðÍ WTO undirgengst Rússland eins og önnur ríki stofnunarinnar ýmsar skyldur en einnig felast í aðild ýmis réttindi og ávinningur. Rússland fær sæti við borðið við hlið Íslands og annarra aðildarríkja þar sem alþjóðlegar viðskiptareglur eru mótaðar og ákvarðanir eru teknar. Leikreglur WTO miða að því að skapa festu, öryggi og fyrirsjáanleika í heimsviðskiptum, stuðla að auknu frelsi í milliríkjaverslun og samkeppni með opnun markaða fyrir vörur og þjónustu. Markmiðið er að örva þannig fjárfestingu, atvinnusköpun og viðskipti almennt og stuðla að sjálfbærri þróun. Að þessu er unnið með samningum og reglum sem setja t.d. vissar skorður við álagningu tolla, notkun ríkisstyrkja og tæknilegra viðskiptahindrana auk þess sem stuðlað er að vernd hugverka. Jafnræðisregla og gagnsæi eru grunnreglur sem koma í veg fyrir að ríkjum og fyrirtækjum sé mismunað að geðþótta. Aðildarríki skal veita öllum aðildarríkjum sama markaðsaðgang fyrir vöru og þjónustu (svonefnd bestu-kjara regla), enda þótt ríkjum sé jafnframt heimilt að gera fríverslunarsamninga sín í milli sem veiti betri aðgang. Síðast en ekki síst geta aðildarríkin leitað úrlausnar WTO á viðskiptadeilum og fengið niðurstöðu sem er bindandi fyrir aðila máls. Með því er stuðlað að aðhaldi og festu á viðskiptasviðinu þar sem allar þjóðir sitja við sama borð og alþjóðareglur gilda í stað aflsmunar. Það er afar mikilvægt fyrir ríki eins og Ísland. Bætt viðskiptakjör fyrir íslenskar vörur og þjónustuViðskipti Íslands og Rússlands byggja á gömlum merg og hefur Ísland einkum flutt út sjávarafurðir, en síðari ár einnig iðnaðarvörur og landbúnaðarvörur, þó í mun minna mæli. Heildarútflutningur til Rússlands nam um 11,6 milljörðum króna árið 2010. Þar af var um helmingur makríll og fjórðungur síld og karfi. Hvað varðar þjónustuviðskipti nam útflutningur frá Íslandi til Rússlands árið 2009 alls rúmlega 4,2 milljörðum króna og innflutningur 460,8 milljónum króna. Aðild Rússlands að WTO hefur margvísleg jákvæð áhrif á viðskipti Íslands og Rússlands. Svo dæmi séu tekin þá lækka tollar á ýmsar sjávarafurðir um 70%. Tollur á heilfrystum makríl lækkar úr 10% í 3%, tollur á heilfrystum karfa úr 10% í 6% og tollar á heilfrystri síld, frystum síldarflökum og samflökum úr 10% í 3%. Þetta eru mikilvægustu útflutningsvörur Íslands til Rússlands í dag. Tollar á aðrar sjávarafurðir munu í flestum tilfellum verða á bilinu 3-8%. Rússar fá tvö til fjögur ár til að framkvæma þessar tollalækkanir. Hvað iðnaðarvörur varðar þá lækkar t.d. tollur á tækjabúnaði til matvælaframleiðslu úr 10% í 5-7% og í einhverjum tilvikum í 3%, á tveggja til þriggja ára aðlögunartímabili. Tollur á fiskikerum lækkar úr 20% í 6,5%. Ennfremur mun Rússland skuldbinda sig til þess að lækka tolla á lyfjum, sem nú eru almennt á bilinu 10-15%, niður í 3-6,5%, en fær tveggja til fjögurra ára aðlögunartímabil til að framkvæma þá lækkun. Tollar á öllum öðrum iðnaðarvörum lækka einnig verulega. Landbúnaðarvörur fara ekki varhluta af tollalækkunum en t.d. munu tollar á lambakjöti lækka um 40% (úr 25% í 15% að loknu aðlögunartímabili). Hvað varðar þjónustuviðskipti tekur Rússland á sig skuldbindingar m.a. á sviði viðskiptaþjónustu (t.d. verkfræðiþjónustu), fjarskiptaþjónustu, byggingarþjónustu, umhverfisþjónustu, fjármálaþjónustu, ferðaþjónustu, sjóflutninga o.fl. Með því er aðildarríkjum WTO, þ. á m. Íslandi, tryggður markaðsaðgangur til Rússlands á ýmsum sviðum þjónustuviðskipta á grundvelli reglna WTO sem veitir þjónustuveitendum aukið réttaröryggi á rússneska markaðnum. Einnig má nefna að við aðild gengst Rússland undir samning WTO um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna. Samningnum er ætlað að torvelda að heilbrigðisreglum sé beitt sem duldum viðskiptahindrunum en slíkt er mikilvægt hagsmunamál fyrir útflutningsríki á matvælum eins og Ísland. EFTA-ríkin hafa þegar hafið fríverslunarviðræður við Rússland og þegar þeim lýkur mun rússneski markaðurinn opnast enn frekar fyrir íslenskar útflutningsvörur. ESB-ríkin horfa einnig hýru auga til frekara samstarfs við Rússland. Litið til framtíðarVið aðild Rússlands að WTO lýkur 18 ára samningaferli sem reyndi oft og tíðum á alla aðila. Um leið markar aðildin upphaf að nýjum og spennandi tímum þar sem Rússland og rússneskt efnahagslíf verða fullir þátttakendur í alþjóðlega viðskiptakerfinu. Það verður fróðlegt að sjá í framkvæmd hvaða áhrif þetta skref mun hafa í Rússlandi og á heimsmarkaði. Á erfiðum tímum í efnahagsmálum er afturhvarf til verndarhyggju freisting sem erfitt getur verið að standast. Hvað Rússlandi viðvíkur þá er ljóst að landið hefur veðjað gegn þeirri leið út úr vandanum. Þvert á móti heldur Rússland ótrautt áfram í átt að auknu frjálsræði í viðskiptum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun