Enski boltinn

Snýr Moyes aftur til Englands?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir
David Moyes er á lista yfir þá knattspyrnustjóra sem forráðamenn Sunderland hafa áhuga á að ræða við eftir að Dick Advocaat hætti um helgina.

Advocaat tilkynnti afsögn sína í gær en Sunderland hefur ekki tekist að vinna leik í ensku úrvalsdeildinni í haust. Liðið er einu stigi frá fallsæti en hann bjargaði Sunderland frá falli síðastliðið vor.

Forráðamenn Sunderland vonast til að vera komnir með nýjan stjóra áður en enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um miðjan mánuðinn en meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starfið eru Sam Allardyce, Nigel Pearson og Sean Dyche.

Moyes var áður stjóri Everton og Manchester United en stýrir nú Real Sociedad á Spáni. Liðinu hefur gengið illa í haust og er við fallsvæðið í spænsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×