Lífið

Sniðugar leiðir til að hafa ofan fyrir börnum á rigningardegi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vefsíðan Popsugar birtir lista yfir ellefu leiðir til að hafa ofan fyrir yngstu kynslóðinni þegar rigningardagar eins og þessi í dag ganga yfir. 

Á lista Popsugar eru ýmsar sniðugar hugmyndir. Foreldrar geta til dæmis hjálpað börnum sínum við að búa til leir sem er auðveldara en margur heldur. Uppskrift að heimatilbúnum leir má finna hér.

Þá er einnig hægt að finna karókíveitur á netinu fyrir elstu börnin og skemmt sér konunglega við að syngja þekkta dægurlagaslagara þegar veður leyfir ekki mikið útstáelsi.

Einnig er hægt að setja börnin fyrir framan iTunes eða Spotify og biðja þau um að gera sinn eigin lagalista sem er stútfullur af uppáhaldslögunum þeirra. Hægt er að setja börnunum tímaramma og svo kynna þau lagalistann fyrir fjölskyldunni þegar hann er klár.

Enn fremur er hægt að draga fram gamla grímubúninga, jú eða búa til nýja, og leyfa tímanum að týnast í búningaleik.

Hér er svo hægt að finna allar hugmyndir Popsugar.

Lumar þú kannski á sniðugum hugmyndum? Segðu okkur frá þeim á Facebook-síðu Lífsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×