Erlent

Snarpur skjálfti við Papúa Nýju-Gíneu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Skjálftavirkni við eyjarnar í dag.
Skjálftavirkni við eyjarnar í dag. vísir/epa
Jarðskjálfti upp á 7,4 á richter mældist í Papúa Nýju-Gíneu í Kyrrahafi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá flóðbylgjumiðstöðinni í Kyrrahafi er ekki talin hætta á meiriháttar flóðbylgju af völdum skjálftans.

Gefin var út flóðbylgjuviðvörun í kjölfar skálftans sem síðan var afturkölluð. Jarðskjálftafræðingar telja þó einhverjar líkur á minniháttar flóðbylgjum í um 300 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans.

Ekki hafa borist fregnir af manntjóni eða skemmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×