Innlent

Snarpur jarðskjálfti við Grímsfjall

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Grímsvötn. Mynd/ Vilhelm.
Grímsvötn. Mynd/ Vilhelm.
Jarðskjálfti upp á 4,2 á Richter var rétt norðan við Grímsfjall, nærri Grímsvötnum, á tíunda tímanum í morgun. Um stundarfjórðungi áður hafði orðið annar skjálfti upp á 3,5 á Richter á svipuðum stað. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki sjá neinn gosóróa, en sem komið er. Hins vegar hafi verið aukin skjálftavirkni á norðaustursvæðinu, við Vatnajökul, undanfarinn mánuð og því sé grannt fylgst með. Grímsvötn eru ein virkasta eldstöð landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×