Innlent

Slysum í landflutningum fjölgar ört

MYND/Pjetur

Slysum í landflutningum hefur fjölgað ört á undanförnum árum. Málþing um landflutninga og umferðaröryggi fór fram á Grand Hótel í dag.

Á málþinginu var rætt um landflutninga einkum með hliðsjón af umferðaröryggi. En slysum í landflutningum hefur fjölgað ört. Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu, segir að slysum hafa fjölgað ört undanfarið eða um þriðjung.

Málþingið sátu fulltrúar frá Vegagerðinni, Umferðarstofu, Samgönguráðuneytinu auk bílstjóra og forsvarsmenn fyrirtækja í landflutningum. Sigurður segir ástæður slysanna margar svo sem þröngir vegir, of hraður akstur, ekki sé ekið eftir aðstæðum og stundum sé öryggisbúnaður ekki notaður.

Sigurður telur að margt sé hægt að gera til að draga úr slysum en þar sé mikilvægt að auka meðvitund forsvarsmanna fyrirtækja í landflutningum og ökumannanna sjálfra. Einnig sé nokkur þörf á að bæta vegi. Hann vonast til að umræðan á þinginu haldi áfram meðal allra aðila sem koma að flutningum því fyrir bílstjórana sé umferðaröryggi hluti af lífsgæðum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×