Erlent

Slökkvistarf gengur vel í Chile

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Nítján hafa særst í eldunum.
Nítján hafa særst í eldunum. vísir/epa
Slökkviliðsmenn segjast hafa náð tökum á skógareldum sem geysað hafa undanfarna daga í borginni Valparaíso í Síle. RÚV greinir frá þessu

 Að minnsta kosti fjögur hundruð manns hafa þurft að flýja heimili sín og um það bil 150 hús hafa þegar brunnið. 

Skógareldarnir kviknuðu síðdegis á mánudag í grennd við vatnið Laguna Verde og náði að breiðast út til Playa Ancha, þar sem mikill fjöldi er af húsum úr tré. Talsverður lofthiti er í Síle um þessar mundir og hefur hann gert slökkviliðsmönnum erfitt um vik. 

 

Slökkviliðsmenn segjast hafa náð tökum á skógareldunum.vísir/epa
Nítján manns hafa særst í eldunum, þar af glíma sextán við öndunarerfðileika vegna reyksins. Tugir manns hafast við í neyðarskýlum. 

Valparaíso er strandbær, skammt norðvestan af Santiago, höfuðborg Síle. Borgin er sjötta stærsta borg landsins, með rúmlega 260 þúsund íbúa. Hún er vinsæll ferðamannastaður og hefur mikla sögu- og menningarlega þýðingu fyrir land og þjóð. „Gamli bærinn“ í Valparaíso komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 2003. 

Miklir skógareldar brunnu í borginni árið 2014 og urðu þá sextán manns að bana. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×