Innlent

Slökkt á götulýsingu í Reykjavík vegna norðurljósaspár

Atli Ísleifsson skrifar
Virknin var góð seint í gærkvöldi.
Virknin var góð seint í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm
Slökkt verður á götulýsingu á völdum stöðum í Reykjavík milli klukkan 22 og 23 í kvöld svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykavíkurborg,

„Virknin var góð seint í gærkvöldi og náði svo hámarki milli kl. 2 og 3 um nóttina. Miklar líkur eru á að svo verði einnig í kvöld. Til að norðurljósin sjáist betur og víðar mun verða slökkt á götuljósum í Reykjavík í kvöld á milli kl. 22 og 23. Verður slökkt á lýsingu í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum, Grafarvogi, Laugarási, Heima- og Vogahverfi, Túnum, Skólavörðuholti, Fellum, Bergum og Hólum í Breiðholti ásamt Seljahverfi,“ segir í tilkynningunni.

Lögreglan, slökkviliðið og Orkuveita Reykjavíkur hefur verið upplýst um málið og er fólk er hvatt til að aka einstaklega varlega á þessum svæðum og sýna tillitssemi á meðan myrkvun stendur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×