Skýrsla rannsóknarnefndar Kirkjuþings og umræðan Hjalti Hugason & Sigrún Óskarsdóttir skrifar 25. júní 2011 07:00 Sigrún Óskarsdóttir, kirkjuþingsfulltrúi Skýrsla rannsóknarnefndar Kirkjuþings um viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni var afhent forsætisnefnd Kirkjuþings föstudaginn 11. júní sl. Umræða um hana hefur að mestu náð að síga í hefðbundið íslenskt far: Hún hefur verið persónugerð og að miklu leyti snúist um hvort núverandi biskup eigi að fara frá, eða hvort honum beri þvert á móti að leiða það uppbyggingarstarf sem framundan er. Það er miður að sjónarhornið hefur orðið svo þröngt. Ábyrgð einstaklingaMeð þessum orðum er ekki gerð tilraun til að draga athygli frá þeim athugasemdum sem gerðar eru í skýrslunni við framgöngu tilgreindra einstaklinga, stjórna eða ráða. Þau sem þar eru nefnd hljóta að líta í eigin barm og vega og meta hvort þau njóti áfram traust í kirkjunni. Til þess þarf tíma og tilfinningalegt svigrúm. Hér verður ekki sest í dómarasæti yfir þeim. Upphaf en ekki endir umræðuVið sem þetta ritum sátum ný-afstaðið aukakirkjuþing sem kallað var saman vegna útgáfu skýrslunnar er hún hafði legið frammi yfir hvítasunnuna, sem er annatími í kirkjunni. Mörg þeirra sem kölluð voru til að bregðast við skýrslunni á þinginu hafa því líklega verið í tímaþröng að kynna sér hana. Almennar umræður um efni hennar urðu nær engar. Skýrslan er hátt í 340 bls. og drög að ályktun þingsins var ekki lögð fram fyrr en á þinginu sjálfu. Trúlega hafa margir þingfulltrúar talið sig vanbúna til að tjá sig um skýrsluna. Á þinginu var því einungis tekið fyrsta skrefið í að vinna úr skýrslunni. Stóra verkefnið framundan er að að skoða gagnrýni hennar, ábendingar til úrbóta, sem og það sérfræðilega efni sem hún miðlar um eðli og afleiðingar kynferðisofbeldis. Það var mikilvægt að kalla saman kirkjuþing eins fljótt og unnt var eftir útkomu skýrslunnar. Undirbúningur að þeim úrbótum sem mælt er með í skýrslunni þolir ekki frekari bið. Þar er um að ræða verklagsreglur um meðferð kynferðisafbrota í kirkjunni, stóraukna fræðslu um slík brot og endurskoðun á samstarfi kirkjulegra embætta og stofnana í meðferð slíkra brota. Kirkjuþing á komandi hausti hlýtur að leggja grunn að því að eftirleiðis verði gætt fyrirmyndavinnubragða í þessum viðkvæmu málum. Forvarnir þjóðkirkjunnar og viðbragðsáætlun verða jafnframt þróaðar áfram. Þingið þarf enn fremur að gaumgæfa fleiri þætti þessarar viðamiklu skýrslu og bregðast við efni hennar. Er kirkjan lokaður klúbbur?Við lestur Rannsóknarskýrslunnar vaknar sú áleitna spurning hvort þjóðkirkjan hafi brugðist við neyðarópi þolendanna í „biskupsmálinu" eins og lokaður klúbbur. Þjóðkirkjan er stór og oft er rætt um að innan hennar gæti andstæðra fylkinga. Er það svo? Standa klerkar og trúnaðarmenn þvert á móti þétt saman þegar á reynir? Ríkir traust og samstaða inn á við, jafnvel hlýðni og undirgefni studd guðfræðilegum og trúarlegum undirtónum, en vantraust og efasemdir út á við? Var þess vegna svo lengi daufheyrst við og þagað um neyðaróp kvennanna? Sé spurningunum svarað játandi er vafamál hvort skipulagsbreytingar í kirkjunni nægja einar og sér til að vinna bug á vandanum. Það er til bóta að skilgreina valdmörk, koma í veg fyrir uppsöfnun valds og áhrifa hjá fáum einstaklingum, efla lýðræði og gegnsæi og afmarka boðleiðir. Á sama tíma er mikilvægt að rýna í félags- og stofnunarmenningu kirkjunnar, brjóta upp hefðbundin tákn og ramma sem viðhalda leyndarhyggju og samstöðu á fölskum grunni og endurheimta með því laskað traust. Framtíð þjóðkirkjunnar hlýtur að felast í þessu. Kirkja getur verið þjóðkirkja af mörgum og ólíkum ástæðum: vegna stærðar sinnar, lögfræðilegrar stöðu eða hvernig hún skilur hlutverk sitt svo nokkuð sé nefnt. Þó er ljóst að skorti trúnað og traust milli kirkju og þjóðar er tómt mál að tala um þjóðkirkju. Hvernig á kirkjan að mæta þolendunum?Hvernig mætir kirkjan svo þolendunum þegar skaðinn er skeður? Við því er ekki til neitt eitt svar. Þolendur eru fleiri en einn og því um mismunandi reynslu, tilfinningar og persónuleika að ræða. Hér hlýtur fyrsta skrefið þó ætíð að felast í opnum samskiptum við hvern og einn þolanda þar sem gagnkvæmur trúnaður, traust og virðing eru til staðar. Með stuðningi fagfólks þarf hverjum þolanda að gefast kostur á að finna leið til að finna málinu farveg á sínum eigin forsendum. Eftir það ferli er hugsanlega kominn tími til að ræða sátt við kirkjuna og mögulega fyrirgefningu á mistökum, vanrækslu eða jafnvel brotum sem framin hafa verið. Hvernig sættist kirkjan við fortíð sína?Skugginn af „biskupsmálinu" mun grúfa yfir þjóðkirkjunni enn um sinn. Hún þarf að svara fyrir sjálfri sér og öðrum ágengum spurningum um það hvernig slíkir atburðir gátu átt sér stað á upplýstri öld sem við héldum að sú 20. væri er leið að lokum hennar. Hún þarf að sættast við eða a.m.k. sætta sig við þennan þátt í fortíð sinni eins og ýmsa aðra þætti sem hafa reynst henni sárir. — Hvernig gerir hún það? Hér finnast ekki einföld svör. Vakandi sjálfsrýni kann þó að hjálpa til og þá ekki síst til þess að reyna að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Það er styrkur kirkjunnar að geta tekist á í ýmsum álitamálum. Það að sitt sýnist hverjum ber ekki að líta á sem flokkadrætti og ríg heldur taka ögruninni, leiða mál til lykta með ábyrgri umræðu og stefna að lausnum. Gagnrýnisraddir í þjóðkirkjunni eru hluti af samvisku hennar. Þær eru óþægilegar en ógna kirkjunni ekki né stefna einingu hennar í hættu. Það sem gæti hinsvegar ógnað kirkjunni eru gamalgróin varnarviðbrögð sem kljúfa kirkjuna og einangra hana frá umhverfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Sigrún Óskarsdóttir, kirkjuþingsfulltrúi Skýrsla rannsóknarnefndar Kirkjuþings um viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni var afhent forsætisnefnd Kirkjuþings föstudaginn 11. júní sl. Umræða um hana hefur að mestu náð að síga í hefðbundið íslenskt far: Hún hefur verið persónugerð og að miklu leyti snúist um hvort núverandi biskup eigi að fara frá, eða hvort honum beri þvert á móti að leiða það uppbyggingarstarf sem framundan er. Það er miður að sjónarhornið hefur orðið svo þröngt. Ábyrgð einstaklingaMeð þessum orðum er ekki gerð tilraun til að draga athygli frá þeim athugasemdum sem gerðar eru í skýrslunni við framgöngu tilgreindra einstaklinga, stjórna eða ráða. Þau sem þar eru nefnd hljóta að líta í eigin barm og vega og meta hvort þau njóti áfram traust í kirkjunni. Til þess þarf tíma og tilfinningalegt svigrúm. Hér verður ekki sest í dómarasæti yfir þeim. Upphaf en ekki endir umræðuVið sem þetta ritum sátum ný-afstaðið aukakirkjuþing sem kallað var saman vegna útgáfu skýrslunnar er hún hafði legið frammi yfir hvítasunnuna, sem er annatími í kirkjunni. Mörg þeirra sem kölluð voru til að bregðast við skýrslunni á þinginu hafa því líklega verið í tímaþröng að kynna sér hana. Almennar umræður um efni hennar urðu nær engar. Skýrslan er hátt í 340 bls. og drög að ályktun þingsins var ekki lögð fram fyrr en á þinginu sjálfu. Trúlega hafa margir þingfulltrúar talið sig vanbúna til að tjá sig um skýrsluna. Á þinginu var því einungis tekið fyrsta skrefið í að vinna úr skýrslunni. Stóra verkefnið framundan er að að skoða gagnrýni hennar, ábendingar til úrbóta, sem og það sérfræðilega efni sem hún miðlar um eðli og afleiðingar kynferðisofbeldis. Það var mikilvægt að kalla saman kirkjuþing eins fljótt og unnt var eftir útkomu skýrslunnar. Undirbúningur að þeim úrbótum sem mælt er með í skýrslunni þolir ekki frekari bið. Þar er um að ræða verklagsreglur um meðferð kynferðisafbrota í kirkjunni, stóraukna fræðslu um slík brot og endurskoðun á samstarfi kirkjulegra embætta og stofnana í meðferð slíkra brota. Kirkjuþing á komandi hausti hlýtur að leggja grunn að því að eftirleiðis verði gætt fyrirmyndavinnubragða í þessum viðkvæmu málum. Forvarnir þjóðkirkjunnar og viðbragðsáætlun verða jafnframt þróaðar áfram. Þingið þarf enn fremur að gaumgæfa fleiri þætti þessarar viðamiklu skýrslu og bregðast við efni hennar. Er kirkjan lokaður klúbbur?Við lestur Rannsóknarskýrslunnar vaknar sú áleitna spurning hvort þjóðkirkjan hafi brugðist við neyðarópi þolendanna í „biskupsmálinu" eins og lokaður klúbbur. Þjóðkirkjan er stór og oft er rætt um að innan hennar gæti andstæðra fylkinga. Er það svo? Standa klerkar og trúnaðarmenn þvert á móti þétt saman þegar á reynir? Ríkir traust og samstaða inn á við, jafnvel hlýðni og undirgefni studd guðfræðilegum og trúarlegum undirtónum, en vantraust og efasemdir út á við? Var þess vegna svo lengi daufheyrst við og þagað um neyðaróp kvennanna? Sé spurningunum svarað játandi er vafamál hvort skipulagsbreytingar í kirkjunni nægja einar og sér til að vinna bug á vandanum. Það er til bóta að skilgreina valdmörk, koma í veg fyrir uppsöfnun valds og áhrifa hjá fáum einstaklingum, efla lýðræði og gegnsæi og afmarka boðleiðir. Á sama tíma er mikilvægt að rýna í félags- og stofnunarmenningu kirkjunnar, brjóta upp hefðbundin tákn og ramma sem viðhalda leyndarhyggju og samstöðu á fölskum grunni og endurheimta með því laskað traust. Framtíð þjóðkirkjunnar hlýtur að felast í þessu. Kirkja getur verið þjóðkirkja af mörgum og ólíkum ástæðum: vegna stærðar sinnar, lögfræðilegrar stöðu eða hvernig hún skilur hlutverk sitt svo nokkuð sé nefnt. Þó er ljóst að skorti trúnað og traust milli kirkju og þjóðar er tómt mál að tala um þjóðkirkju. Hvernig á kirkjan að mæta þolendunum?Hvernig mætir kirkjan svo þolendunum þegar skaðinn er skeður? Við því er ekki til neitt eitt svar. Þolendur eru fleiri en einn og því um mismunandi reynslu, tilfinningar og persónuleika að ræða. Hér hlýtur fyrsta skrefið þó ætíð að felast í opnum samskiptum við hvern og einn þolanda þar sem gagnkvæmur trúnaður, traust og virðing eru til staðar. Með stuðningi fagfólks þarf hverjum þolanda að gefast kostur á að finna leið til að finna málinu farveg á sínum eigin forsendum. Eftir það ferli er hugsanlega kominn tími til að ræða sátt við kirkjuna og mögulega fyrirgefningu á mistökum, vanrækslu eða jafnvel brotum sem framin hafa verið. Hvernig sættist kirkjan við fortíð sína?Skugginn af „biskupsmálinu" mun grúfa yfir þjóðkirkjunni enn um sinn. Hún þarf að svara fyrir sjálfri sér og öðrum ágengum spurningum um það hvernig slíkir atburðir gátu átt sér stað á upplýstri öld sem við héldum að sú 20. væri er leið að lokum hennar. Hún þarf að sættast við eða a.m.k. sætta sig við þennan þátt í fortíð sinni eins og ýmsa aðra þætti sem hafa reynst henni sárir. — Hvernig gerir hún það? Hér finnast ekki einföld svör. Vakandi sjálfsrýni kann þó að hjálpa til og þá ekki síst til þess að reyna að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Það er styrkur kirkjunnar að geta tekist á í ýmsum álitamálum. Það að sitt sýnist hverjum ber ekki að líta á sem flokkadrætti og ríg heldur taka ögruninni, leiða mál til lykta með ábyrgri umræðu og stefna að lausnum. Gagnrýnisraddir í þjóðkirkjunni eru hluti af samvisku hennar. Þær eru óþægilegar en ógna kirkjunni ekki né stefna einingu hennar í hættu. Það sem gæti hinsvegar ógnað kirkjunni eru gamalgróin varnarviðbrögð sem kljúfa kirkjuna og einangra hana frá umhverfinu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun