Skyldulífeyrissparnaður er nauðsynlegur Sæunn Gísladóttir skrifar 8. september 2015 10:54 Svend. E Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School. Vísir/GVA Mikilvægt er að skapa hvata til að fólk vilji spara ellilífeyri þar sem almenningur sparar ekki nærri því nógu mikið ef dregið er úr skyldulífeyrissparnaði. Þetta kom fram í máli Svend E. Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School sem fjallaði um þetta efni á málstofu hjá Seðlabankanum í gær, út frá aðstæðum í Danmörku. Þar sem íslenska lífeyriskerfið er á ýmsan hátt svipað því danska er ýmislegt sem við getum lært af rannsóknum hans. Á málstofunni í gær kynnti Hougaard Jensen niðurstöður úr ritgerð sinni Occupational Pensions, Aggregate Saving and Fiscal Sustainability in Denmark. Danska lífeyriskerfið er talið eitt það besta í heiminum meðal annars vegna þess að það er talið sjálfbært til lengri tíma litið. Það hefur verið valið besta kerfið af Melbourne Mercer Global Pension Index þrjú ár í röð. Frá níunda áratugnum hefur þeim sem greiða í lífeyrissjóði farið fjölgandi í Danmörku og námu eignir lífeyrissjóðanna 200% af vergri landsframleiðslu árið 2012, samanborið við 50% árið 1984. Á málstofunni fjallaði Hougaard Jensen sérstaklega um áhrif þess að draga úr skyldulífeyrissparnaði. Rannsókn sýndi fram á að einungis 15% Dana bregðast við breytingum á reglum um lífeyrissparnað með því að auka við eða draga úr sparnaði. Þess vegna er talið brýnt að hafa skyldulífeyrissparnað. Hougaard Jensen telur að þetta geti ekki staðist og samkvæmt rannsóknum hans myndu Danir bregðast við afnámi skyldulífeyrissparnaðar með því að spara um 50% af núverandi lífeyri. Þetta gæti hins vegar haft mjög slæm áhrif á danska hagkerfið. Í byrjun myndi skattstofninn aukast þar sem fólk myndi spara minna og því eyða meiru sem myndi margfaldast út í hagkerfið. Hins vegar myndi þetta til lengri tíma litið hafa skaðleg áhrif. Útgjöld ríkisins myndu ekki standa undir sér, það yrði árlegur halli sem myndi nema 1%, eða 15 milljörðum danskra króna. Jensen vék einnig stuttlega að áhrifum þess að breyta því hvernig ávöxtun af lífeyri er skattlagður og greiddur út. Hann telur mikilvægt að viðhalda núverandi kerfi í Danmörku. Rauði þráðurinn í fyrirlestrinum var hins vegar mikilvægi þess að skapa hvata til að almenningur vilji spara lífeyri, þar sem almenningur bregst við hvötum og eins og rannsóknir hans hafa sýnt fram á myndi afnám skyldulífeyrissparnaðar hafa neikvæð áhrif á hagkerfið. Hægt er að lesa ritgerð hans hér. Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Mikilvægt er að skapa hvata til að fólk vilji spara ellilífeyri þar sem almenningur sparar ekki nærri því nógu mikið ef dregið er úr skyldulífeyrissparnaði. Þetta kom fram í máli Svend E. Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School sem fjallaði um þetta efni á málstofu hjá Seðlabankanum í gær, út frá aðstæðum í Danmörku. Þar sem íslenska lífeyriskerfið er á ýmsan hátt svipað því danska er ýmislegt sem við getum lært af rannsóknum hans. Á málstofunni í gær kynnti Hougaard Jensen niðurstöður úr ritgerð sinni Occupational Pensions, Aggregate Saving and Fiscal Sustainability in Denmark. Danska lífeyriskerfið er talið eitt það besta í heiminum meðal annars vegna þess að það er talið sjálfbært til lengri tíma litið. Það hefur verið valið besta kerfið af Melbourne Mercer Global Pension Index þrjú ár í röð. Frá níunda áratugnum hefur þeim sem greiða í lífeyrissjóði farið fjölgandi í Danmörku og námu eignir lífeyrissjóðanna 200% af vergri landsframleiðslu árið 2012, samanborið við 50% árið 1984. Á málstofunni fjallaði Hougaard Jensen sérstaklega um áhrif þess að draga úr skyldulífeyrissparnaði. Rannsókn sýndi fram á að einungis 15% Dana bregðast við breytingum á reglum um lífeyrissparnað með því að auka við eða draga úr sparnaði. Þess vegna er talið brýnt að hafa skyldulífeyrissparnað. Hougaard Jensen telur að þetta geti ekki staðist og samkvæmt rannsóknum hans myndu Danir bregðast við afnámi skyldulífeyrissparnaðar með því að spara um 50% af núverandi lífeyri. Þetta gæti hins vegar haft mjög slæm áhrif á danska hagkerfið. Í byrjun myndi skattstofninn aukast þar sem fólk myndi spara minna og því eyða meiru sem myndi margfaldast út í hagkerfið. Hins vegar myndi þetta til lengri tíma litið hafa skaðleg áhrif. Útgjöld ríkisins myndu ekki standa undir sér, það yrði árlegur halli sem myndi nema 1%, eða 15 milljörðum danskra króna. Jensen vék einnig stuttlega að áhrifum þess að breyta því hvernig ávöxtun af lífeyri er skattlagður og greiddur út. Hann telur mikilvægt að viðhalda núverandi kerfi í Danmörku. Rauði þráðurinn í fyrirlestrinum var hins vegar mikilvægi þess að skapa hvata til að almenningur vilji spara lífeyri, þar sem almenningur bregst við hvötum og eins og rannsóknir hans hafa sýnt fram á myndi afnám skyldulífeyrissparnaðar hafa neikvæð áhrif á hagkerfið. Hægt er að lesa ritgerð hans hér.
Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira