Enski boltinn

Sky Sports: Rooney ekki á leiðinni til Kína

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney verður áfram hjá United.
Wayne Rooney verður áfram hjá United. vísir/getty
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, er með tilboð í höndunum frá Kína eins og kom fram í morgun en hann ætlar ekki að yfirgefa Old Trafford fyrir þriðjudaginn þegar félagaskiptaglugginn lokar þar í landi.

Þetta herma heimildir Sky Sports en ensku blöðin slógu því mörg hver upp í morgun að Rooney yrði seldur til Kína á næstu dögum. Hann var sagður fara á 52 milljónir punda og að Rooney sjálfur myndi fá eina milljón punda í vikulaun.

Kínversku meistararnir Guangzhou Evergrande sem Felipe Scolari stýrir eru sögð vilja fá Rooney sem og Beijing Guoan sem hafnaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð. Bæði eru búin að leggja fram tilboð í framherjann.

Rooney á hálft annað ár eftir af samningi sínum en ætlar ekki að fara frá Manchester United núna samkæmt Sky Sports. Hann hefur ekki spilað vegna meiðsla síðan 1. febrúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×