Skuldastaðan verði ein sú besta í Evrópu Haraldur Guðmundsson skrifar 12. júlí 2014 12:00 Forsætisráðherra sagði Costco hafa verið í miklu uppáhaldi á hans yngri árum. Það hefði verið mikil upplifun að heimsækja verslanir keðjunnar þar sem kartöfluflögupokar voru "á stærð við sængurver“ og oststykkin í minningunni "á við rúllubagga“. Vísir/Daníel „Við stefnum nú að því að fyrir árið 2020 verði skuldastaða Íslands orðin ein sú besta í Evrópu og það er raunhæft markmið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Hótel Sögu í gær. Forsætisráðherra sagði þar enga aðra ríkisstjórn hafa náð viðlíka viðsnúningi, á jafn stuttum tíma, og ríkisstjórn hans. Nefndi hann meðal annars að nýjum störfum hefði fjölgað um fjögur þúsund og kaupmáttur yxi hraðar hér á landi en í nokkru öðru landi Evrópu. Fyrirheit um aðgerðir í skuldamálum heimilanna hefðu gengið eftir og veiðigjöldum verið breytt til að hlífa minni og meðalstórum fyrirtækjum. „Við sjáum hvaða afleiðingar áframhaldandi gjaldtaka, með þeirri leið sem var notuð á síðasta kjörtímabili, hefði haft í för með sér í því sem gerðist nýlega á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri,“ sagði forsætisráðherra.Hormónasprautað sterakjöt Sigmundur sagði ríkisstjórnina undirbúa mikla sókn í lýðheilsumálum og tengdi þau áform við umræðu um hugsanlega komu bandarísku verslanakeðjunnar Costco hingað til lands. „Þarna kom upp umræða um hvort bandarískt stórfyrirtæki ætti að fá að gera kröfu um að hinum og þessum lögum yrði breytt. Því var haldið fram að þeir sem hefðu efasemdir um þetta væru afturhaldssinnar eða einangrunarsinnar,“ sagði Sigmundur. Hann sagði reglur EES-samningsins ekki heimila innflutning á bandarísku kjöti. „Um 99 prósent af því kjöti sem er framleitt í þessum verksmiðjubúum í Bandaríkjunum eru sterakjöt, sprautað með ýmiss konar hormónum til að láta skepnurnar vaxa hraðar í þessum girðingum sem þær eru geymdar í,“ sagði Sigmundur. Hann sagði dýrin fóðruð með korni en ekki grasi. Það leiddi til þess að bakteríumyndun í þeim væri langt umfram það sem eðlilegt er. Við því væri brugðist með því að þvo kjötið upp úr ammoníaki og dæla sýklalyfjum í dýrin til að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar bærust á milli þeirra. „Hverjir eru gamaldags og afturhaldssamir? Þeir sem vilja fylgja þróun í því að búa til og verja heilnæma, góða matvöru og byggja upp matvælaiðnaðinn fyrir þjóðina og líka til útflutnings? Eða þeir sem vilja láta allt slíkt fara lönd og leið og telja það einangrunarhyggju að leyfa sér að halda því fram að það eigi ekki að flytja inn eins mikið sterakjöt og menn vilja? Við sjáum til með þessa ágætu verslun, hvort hún kemur. Vonandi gerir hún það og fylgir þá lögum hér og eykur á samkeppnina.“Nýr lágpunktur Forsætisráðherra sagði einnig stjórnmálaumræðuna hér á landi þurfa að breytast. Þróun hennar að undanförnu væri verulegt áhyggjuefni. Hún væri of persónuleg, byggði á níði og snérist um annað en efnisatriðin. „Ég hefði ekki trúað því að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnarkosningarnar,“ sagði Sigmundur og bætti við að reynt hefði verið að saka Framsóknarflokkinn um kynþáttahyggju. „Flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar af mestu framförum sem hafa orðið á þeim sviðum. Að menn skuli nýta slík mál til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma,“ sagði Sigmundur.Opinberum störfum fjölgað „Við munum áfram reyna að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni og gera það á þann hátt að við flytjum einhver störf, einhver ný störf verði til á landsbyggðinni, en allt að sjálfsögðu unnið í samráði við þá sem í hlut eiga,“ sagði Sigmundur. Hann sagðist fagna því ef jafnmikil umræða yrði um þau störf sem voru flutt af landsbyggðinni eða lögð niður á undanförnum árum og þau störf sem nú væri verið að flytja út á land með flutningi Fiskistofu. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
„Við stefnum nú að því að fyrir árið 2020 verði skuldastaða Íslands orðin ein sú besta í Evrópu og það er raunhæft markmið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Hótel Sögu í gær. Forsætisráðherra sagði þar enga aðra ríkisstjórn hafa náð viðlíka viðsnúningi, á jafn stuttum tíma, og ríkisstjórn hans. Nefndi hann meðal annars að nýjum störfum hefði fjölgað um fjögur þúsund og kaupmáttur yxi hraðar hér á landi en í nokkru öðru landi Evrópu. Fyrirheit um aðgerðir í skuldamálum heimilanna hefðu gengið eftir og veiðigjöldum verið breytt til að hlífa minni og meðalstórum fyrirtækjum. „Við sjáum hvaða afleiðingar áframhaldandi gjaldtaka, með þeirri leið sem var notuð á síðasta kjörtímabili, hefði haft í för með sér í því sem gerðist nýlega á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri,“ sagði forsætisráðherra.Hormónasprautað sterakjöt Sigmundur sagði ríkisstjórnina undirbúa mikla sókn í lýðheilsumálum og tengdi þau áform við umræðu um hugsanlega komu bandarísku verslanakeðjunnar Costco hingað til lands. „Þarna kom upp umræða um hvort bandarískt stórfyrirtæki ætti að fá að gera kröfu um að hinum og þessum lögum yrði breytt. Því var haldið fram að þeir sem hefðu efasemdir um þetta væru afturhaldssinnar eða einangrunarsinnar,“ sagði Sigmundur. Hann sagði reglur EES-samningsins ekki heimila innflutning á bandarísku kjöti. „Um 99 prósent af því kjöti sem er framleitt í þessum verksmiðjubúum í Bandaríkjunum eru sterakjöt, sprautað með ýmiss konar hormónum til að láta skepnurnar vaxa hraðar í þessum girðingum sem þær eru geymdar í,“ sagði Sigmundur. Hann sagði dýrin fóðruð með korni en ekki grasi. Það leiddi til þess að bakteríumyndun í þeim væri langt umfram það sem eðlilegt er. Við því væri brugðist með því að þvo kjötið upp úr ammoníaki og dæla sýklalyfjum í dýrin til að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar bærust á milli þeirra. „Hverjir eru gamaldags og afturhaldssamir? Þeir sem vilja fylgja þróun í því að búa til og verja heilnæma, góða matvöru og byggja upp matvælaiðnaðinn fyrir þjóðina og líka til útflutnings? Eða þeir sem vilja láta allt slíkt fara lönd og leið og telja það einangrunarhyggju að leyfa sér að halda því fram að það eigi ekki að flytja inn eins mikið sterakjöt og menn vilja? Við sjáum til með þessa ágætu verslun, hvort hún kemur. Vonandi gerir hún það og fylgir þá lögum hér og eykur á samkeppnina.“Nýr lágpunktur Forsætisráðherra sagði einnig stjórnmálaumræðuna hér á landi þurfa að breytast. Þróun hennar að undanförnu væri verulegt áhyggjuefni. Hún væri of persónuleg, byggði á níði og snérist um annað en efnisatriðin. „Ég hefði ekki trúað því að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnarkosningarnar,“ sagði Sigmundur og bætti við að reynt hefði verið að saka Framsóknarflokkinn um kynþáttahyggju. „Flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar af mestu framförum sem hafa orðið á þeim sviðum. Að menn skuli nýta slík mál til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma,“ sagði Sigmundur.Opinberum störfum fjölgað „Við munum áfram reyna að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni og gera það á þann hátt að við flytjum einhver störf, einhver ný störf verði til á landsbyggðinni, en allt að sjálfsögðu unnið í samráði við þá sem í hlut eiga,“ sagði Sigmundur. Hann sagðist fagna því ef jafnmikil umræða yrði um þau störf sem voru flutt af landsbyggðinni eða lögð niður á undanförnum árum og þau störf sem nú væri verið að flytja út á land með flutningi Fiskistofu.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira