Innlent

Skráningarsíða nýs hægri flokks opnuð

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Skjáskot
Búið að opna fyrir skráningarsíðu um stofnun nýs, frjálslynds stjórnmálaafls. Þeim sem hafa áhuga á að koma að stofnun slíks stjórnmálaafls er bent á vidreisn.is.

Á síðunni segir að markmið hins nýja flokks sé vel skilgreindur réttur allra til góðrar menntunar og heilbrigðisþjónustu og gróska í menningarlífi og að lífskjör á Íslandi séu svipuð og í nágrannalöndunum.

Meðal fleiri markmiða eru stöðugt efnahagslíf og fjölbreytt atvinnutækifæri. Verðmætasköpun með hugviti og skynsamlegri nýtingu auðlinda nú og til framtíðar. Hallalaus fjárlög og skuldir ríkisins lækkaðar.

Markaðslausnir þar sem við á, gjaldeyrishöft felld niður, engar samkeppnishindranir. Frelsi, jafnrétti, lýðræði og jafn atkvæðisréttur fyrir alla.

Samningaviðræðum við Evrópusambandið lokið með hagstæðasta hætti fyrir Íslendinga og samningur borinn undir þjóðina.

Ábyrgðarmenn síðunnar eru þau Benedikt Jóhannsson, Ellisif Tinna Víðisdóttir og Hanna Katrín Friðriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×