Innlent

Skralla í Skaftahlíð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Reikna má með góðri stemmningu á laugardaginn.
Reikna má með góðri stemmningu á laugardaginn.
Íbúar Skaftahlíðarinnar hafa tekið sig saman og skipuleggja götuhátíð, götusölu, skemmtun og gleði á laugardaginn undir nafninu Skrall í Skaftahlíð. Hátíðin fer fram á Menningarnótt laugardaginn 23. ágúst.

Nokkrum kaffihúsum verður dreift um götuna, íbúar taka stóla, sófa og píanóin út á götu, söluborð með dótinu úr geymslunum og bílskúrunum mun ná milli Lönguhlíðar og Stakkahlíðar, tónlist verður leikin og trommur barðar.

Þátttakendur eru íbúarnir og nágrannar úr næstu götum.

Götunni verður lokað frá Lönguhlíð kl. 11 og eru íbúar vinsamlega beðnir um að færa bílana úr götunni á laugardagsmorguninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×