Erlent

Skotárás við verslunarmiðstöð í Houston

Atli Ísleifsson skrifar
Árásarmaðurinn hefur verið skotinn af lögreglu.
Árásarmaðurinn hefur verið skotinn af lögreglu. Vísir/Getty
Fjöldi fólks er sagður hafa særst í skotárás við verslunarmiðstöð í suðvesturhluta Houston í Texas í morgun.

Árásarmaðurinn hefur verið skotinn af lögreglu.

Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði skotið að bílum á bílaplani fyrir utan verslunarmiðstöðina snemma á mánudagsmorgni að staðartíma.

Lögregla girti af stórt svæði í kringum verslunarmiðstöðina og hvatti almenning til að halda sig fjarri.

BNO News greinir frá því að sex manns hið minnsta hafi verið fluttir á sjúkrahús í kjölfar árásarinnar.

Verslunarmiðstöðin stendur við Wesleyan Street og Bissonnet Street.

Uppfært 13:55:

Reuters greinir frá því að árásarmaðurinn hafi látið lífið eftir að hafa verið skotinn af lögreglu.

Uppfært 14:41:

Bandarískir miðlar hafa eftir lögreglu í Houston að árásarmaðurinn hafi verið lögmaður. Að sögn hafa rekstarvandræði stofu mannsins verið helsta ástæða árásarinnar.

Uppfært 14:52:

Lögregla hefur greint frá því að níu manns hafi særst í árásinni, þar af einn lífshættulega. Þrír hafa þegar verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×