Innlent

Skora á stjórnvöld að standa við gefin loforð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Þingflokkur jafnaðarmanna í Evrópuþinginu, S&D, hvetur íslensk stjórnvöld til að standa við þau loforð sem gefin voru fyrir síðustu kosningar þess efnis að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Flokkurinn skorar á ríkisstjórnina að draga ákvörðun sína til baka og setja hana þess í stað í hendur landsmanna.

Þetta kemur fram í ályktun frá flokknum en þar segist Gianni Pittel, formaður flokksins, harma ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Hann vísar þar í þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi hinn 16. júlí 2009 um að Íslendingar myndu sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sú tillaga sé enn í gildi og því eigi það að vera undir íslensku þjóðinni komið að ákveða hvort hún vilji ganga í Evrópusambandið. Hann segir að samningaviðræður hefðu verið langt á leið komnar og bætir við að Ísland hefði orðið mikilvægur meðlimur í sambandinu.

Knut Fleckenstein, varaformaður flokksins, skorar á íslensk stjórnvöld að rifja upp orð sín í upphafi kjörtímabils þegar gefið var út að ákvörðun um aðild að Evópusambandinu yrði í höndum landsmanna, með þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Við skorum á stjórnvöld að virða loforð sín til þeirra þúsundi Íslendinga sem tóku þátt í mótmælunum á síðasta ári, þar sem þeir létu það í ljós skína að þeir vildu hafa sitt að segja um málið,“ segir Fleckenstein í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×