Innlent

Skora á Sjávarútvegsráðherra að endurskoða ákvörðun sína

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Fréttablaðið/Pjetur
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér ályktun þar sem flokkurinn skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, að endurskoða ákvörðun sína um að stöðva makrílveiðar smábáta sem tók gildi nú í byrjun september.

Í ályktuninni kemur fram að það eigi að leyfa smábátasjómönnum að veiða makríl áfram.

Mörg dæmi séu um að þeir hafi nýlega farið út í fjárfestingar vegna veiðanna og kemur þessi ákvörðun þeim hópi sérstaklega illa.

„Þá er rétt að hafa í huga að aflaverðmæti makríls sem veiddur er á þessum tíma af smábátum er með því hæsta sem gerist. Engin rök hafa verið sett fram fyrir því að fallið verði frá þeirri ákvörðun að stöðva veiðarnar,“ segir í ályktun Samfylkingarinnar.

Fram kemur í reglugerð atvinnumálaráðuneytisins: „Frá og með 5. september 2014 eru makrílveiðar með línu og handfærum bannaðar sbr. 1. tölulið 2. gr. reglugerðar nr. 376/2014, um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2014, með síðari breytingum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×