Skólastjóri Melaskóla sleginn yfir hótun á Facebook 23. maí 2010 12:03 Skólastjóri Melaskóla er sleginn yfir hótun á Facebook samskiptaefnum um að sprengja skólann í loft upp. Stofnandi síðunnar segist framkvæma hótunina ef þúsund manns skrái sig á síðuna en nú hafa um ellefu hundruð manns gert það. Skólastjórinn skorar á þann sem stendur fyrir hótuninni að gefa sig fram strax. Síða hefur verið stofnuð á samskiptasíðunni þar sem hótað er að sprengja Melaskóla í Reykjavík ef þúsund notendur lýsi stuðningi við síðuna. Síðan ber heitið „ef 1000 joina þá sprengi ég melaskóla :)" segir orðrétt á síðunni. Nú í morgun höfðu ellefu hundruð og sextíu manns skráð sig á síðuna. Björn Pétursson, skólastjóri Melaskóla, frétti af síðunni í morgun. „Auðvitað bregður manni þegar maður sér þetta allt í einu þegar maður vaknar á fallegum degi." Björn hafði samband við lögregluna, sem rannsakar nú málið. „Ég hvet þann sem gerði þetta að láta vita af sér og segja að þetta sé grín sem það hlýtur að vera því það er ekki gott fyrir mörg hundruð lítil börn að fá svona fréttir, ef þau frétta þetta, þetta er auðvitað ekkert grín, þó að það sé eflaust sett fram sem slíkt." Björn segist taka hótunina alvarlega. Í skólanum séu 570 nemendur og sjötíu starfsmenn. „Þó maður eigi alls ekki von á að þetta verði að veruleika þá er þetta þannig vaxið að þetta er ekki til þess að gera neitt annað en að vekja ótta meðal barnanna og foreldranna líka. Þetta mál verður að vera alveg klárt áður en skólinn fer í gang eftir helgi," segir Björn. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Skólastjóri Melaskóla er sleginn yfir hótun á Facebook samskiptaefnum um að sprengja skólann í loft upp. Stofnandi síðunnar segist framkvæma hótunina ef þúsund manns skrái sig á síðuna en nú hafa um ellefu hundruð manns gert það. Skólastjórinn skorar á þann sem stendur fyrir hótuninni að gefa sig fram strax. Síða hefur verið stofnuð á samskiptasíðunni þar sem hótað er að sprengja Melaskóla í Reykjavík ef þúsund notendur lýsi stuðningi við síðuna. Síðan ber heitið „ef 1000 joina þá sprengi ég melaskóla :)" segir orðrétt á síðunni. Nú í morgun höfðu ellefu hundruð og sextíu manns skráð sig á síðuna. Björn Pétursson, skólastjóri Melaskóla, frétti af síðunni í morgun. „Auðvitað bregður manni þegar maður sér þetta allt í einu þegar maður vaknar á fallegum degi." Björn hafði samband við lögregluna, sem rannsakar nú málið. „Ég hvet þann sem gerði þetta að láta vita af sér og segja að þetta sé grín sem það hlýtur að vera því það er ekki gott fyrir mörg hundruð lítil börn að fá svona fréttir, ef þau frétta þetta, þetta er auðvitað ekkert grín, þó að það sé eflaust sett fram sem slíkt." Björn segist taka hótunina alvarlega. Í skólanum séu 570 nemendur og sjötíu starfsmenn. „Þó maður eigi alls ekki von á að þetta verði að veruleika þá er þetta þannig vaxið að þetta er ekki til þess að gera neitt annað en að vekja ótta meðal barnanna og foreldranna líka. Þetta mál verður að vera alveg klárt áður en skólinn fer í gang eftir helgi," segir Björn.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira