Innlent

Skólastjórar snúa aftur til kennslu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Skólastjórafélag Íslands óttast fjöldaflótta úr stéttinni.
Skólastjórafélag Íslands óttast fjöldaflótta úr stéttinni. vísir/vilhelm
Skólastjórafélagi Íslands hefur borist upplýsingar um að vænta megi uppsagna frá einstökum félagsmönnum, og að þeir hyggist snúa aftur til kennslu til að bæta kjör sín. Félagið lýsir þungum áhyggjum vegna þessa.

Félagið óttast fjöldaflótta úr stéttinni og skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga að ljúka kjarasamningi við félagið þegar í stað. Í ályktun frá félaginu segir að samninganefnd Skólastjórafélagsins hafi mætt algjöru skilningsleysi og að nú sitji skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og deildarstjórar uppi með aukin verkefni vegna annarra samninga sem sambandið hafi gert við önnur stéttarfélög, til að mynda við Félag grunnskólakennara.

„Nú virðist helsta leið skólastjórnenda til að bæta kjör sín vera að segja upp stöðu sinni og snúa aftur í kennslu.  Við þetta tapast óhjákvæmilega mikilvæg reynsla sem erfitt verður að bæta,“ segir í ályktuninni, en aðalfundur félagsins var haldinn í Reykjanesbæ í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×