Innlent

Skólastjórar í Reykjavík hafa áhyggjur af málalokum í Melaskóla

Heimir Már Pétursson skrifar
Skólastjórar í Reykjavík hafa áhyggjur á málalokum í Melaskóla
Skólastjórar óttast að undirróður hóps kennara í fjölmiðlum geti dugað til að koma þeim úr starfi í stað þess að leyst sé úr málum innan borgarkerfisins.
Skólastjórar í Reykjavík hafa áhyggjur á málalokum í Melaskóla Skólastjórar óttast að undirróður hóps kennara í fjölmiðlum geti dugað til að koma þeim úr starfi í stað þess að leyst sé úr málum innan borgarkerfisins.
Aðdragandi og málalok í deilum um störf skólastjóra Melaskóla valda skólastjórnendum í grunnskólum Reykjavíkur áhyggjum. Mál sem þessi eigi að leysa í ákveðnum farvegi innan borgarkerfisins en ekki með óvæginni og oft ómálaefnalegri umræðum í fjölmiðlum.

Dagný Annasdóttir lét af störfum sem skólastjóri Melaskóla í gær eftir að hafa gert starfslokasamning við Reykjavíkurborg. Hún hafði þá sætt óræðnum ásökunum í fjölmiðlum vegna starfa sinna vikum saman, en deilur höfðu staðið um hana í langan tíma innan skólans.

Fréttastofa hefur rætt við nokkra skólastjórnendur í grunnskólum borgarinnar vegna þessara mála sem allir hafa lýst áhyggjum af aðdraganda og málalokum í Melaskóla. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur staðfestir síðan að skólastjórnendum í borginni sé órótt vegna málsins.

Málin verði erfiðari í höndum fjölmiðla og foreldra

„Já við höfum áhyggjur af því þegar mál fara í slíkan farveg ef það eru áhyggjur af stjórnun. Ef það er ekki traust til stjórnandans og ef það er stór hópur sem ekki hefur traust á honum á sá hópur að beina sínum áhyggjum í réttan farveg. Leita til skóla- og frístundasviðs,“ segir Guðlaug Erla.

Mál sem þessi eigi að fara í farveg þar og þá komi Skólastjórafélagið jafnvel að málum. Þau verði hins vegar erfiðari þegar þau séu komin í fjölmiðla, foreldrahópinn og út í samfélagið.

„Þetta var orðin mjög óvægin umræða og mér fannst oft á tíðum frekar ómálefnaleg. Þá setur það málið í mjög erfiðan og viðkvæman farveg fyrir viðkomandi stjórnanda. Einnig líka feril málsins,“ segir Guðlaug Erla.

Skólastjórar sem fréttastofa ræddi við segja þetta dæmi sýna að það geti verið erfitt fyrir þá að stjórna ef tiltekinn hópur kennara geti tekið sig saman um að koma óljósum ásökunum á hendur skólastjóra, jafnvel undir nafnleynd, til fjölmiðla og þannig grafið undan honum og jafnvel komið honum frá.

Skólastjóri settur í erfiða aðstöðu

Guðlaug Erla vonar að þetta ýti ekki undir að fleiri mál af þessu tagi gjósi upp. Mál sem þessi setji skólastjóra í mjög erfiða stöðu.

„Og það er farið að ræða hennar persónu. Umræðan orðin gildishlaðin. Þá getur þetta orðið mjög erfið staða fyrir viðkomandi skólastjóra. Vissulega ýtir þetta mál undir áhyggjur hjá stjórnendum í borginni. Það gerir það,“ segir formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur.

Eins og staðan var orðin telji hún hinsvegar að Dagný hafi tekið hárrétta ákvörðun. Skólastjórafélagið eigi eftir að fara gaumgæfilega yfir þetta mál og muni væntanlega funda um það og framhaldið með skólayfirvöldum í borginni.


Tengdar fréttir

Gagnrýna einhliða og grimma umræðu

Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v

Kennarauppreisn í Melaskóla

30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×